Morgunn


Morgunn - 01.12.1929, Page 16

Morgunn - 01.12.1929, Page 16
142 MORGUNN ama, sem fyrir sér væri eins efniskendur og áþreifanlegur og sá, er hann hafði lifað í á jörðinni, en honum finst eins og öll skilningarvit þessa líkama séu svo miklu víðfeðmari og næmari en skilningarvit jarðneska líkamans. Þessi líkami, sem stundum er kallaður eterlíkami (en þó ekki í sömu merkingu og guðspekingar kalia einn af líkömum manns- ins), er bústaður sálarinnar og andans, og er hann svo næm- ur fyrir ástandi sálarinnar og fylgir svo vel með þroska hennar og öllu ástandi, að hann sýnir altaf hið sanna inn- ræti mannsins. Og þó að eterlíkaminn verði fyrir lítilshátt- ar breytingum, eftir því skapi, sem menn eru í þá og þá stundina, hefir það ekki svo mikil áhrif, að þeirra skap- breytinga gæti verulega í útliti andlega likamans. Segir faðir höfundarins einnig, að eterlikami þeirra, sem eru orðnir gamlir, en lifa enn á jörðinni, sé miklu unglegri en jarð- neski líkaminn, sem hylur hann. Andlegi líkaminn þjáist aldrei af neinum þeim kvillum og veikleikum, sem bundnir eiu við jarðneska Iíkamann. Þegar hann hefir losnað við þann jarðneska, breytist hann eins og sjálfkrafa I það ástand, sem hann var í, þegar maðurinn var upp á sitt bezta, og segist faðir síra Drayton Thomas nú vera líkastur því, sem hann var á blómaskeiði æfi sinnar. Eins og þeir, sem orðnir eru gamlir, yngjast upp í eter- líkama sínum, þá segir hann að börn, sem deyi ung, haldi áfram að vaxa og þroskast, eins og þau hefðu gert á jörð- inni. Spyr síra Drayton Thomas systur sína eitt sinn að því, hvernig til dæmis móðir fari þá að þekkja aftur barn sitt, sem hún hefir mist ungt, og á erfitt með að hugsa sér öðruvísi en sem smábarn, þegar hún kemur yfir um, ef til vill mörgum árum siðar, og sér það þá sem fullorð- inn pilt eða stúlku. Segir hún þá, að vegna heimsókna sinna í andlegum líkama sínum, meðan hún svaf, á þau svið, sem barnið hefir hafst við, hafi móðir þess vanist á,. að sjá það smám saman vaxa og þroskast, og þvi finni hún ekki svo mikið til þessarar breytingar, sem hafi orðið á því.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.