Morgunn


Morgunn - 01.12.1929, Síða 18

Morgunn - 01.12.1929, Síða 18
144 MORGUNN sem er ofar þeirra sviði, hljóti að vera óefniskendara, þá eru þau svið alveg eins áþreifanleg fyrir þeim, sem þar búa. Þegar síra Drayton Thomas biður föður sinn um lýs- ingu á heiminum, sem hann nú búi í, gerir hann það á þessa leið: »Þegar menn á jörðinni eru að reyna að ímynda sér líf okkar hér á þriðja sviði, sem við köllum svo, hafa þeir tilhneigingu til þess að hugsa sér það eins og eitthvað mjög frábrugðið lífinu, sem þeir lifa á jörðinni. En náttúr- an kemur venjulega öllum mikilvægum breytingum svo fyrir, að þær séu sem allra smástígastar, þannig að alt þroskist stig af stigi. »Lífið hjá okkur á sammerkt lífinu á jörðinni í því, að á báðum stöðunum getur maður unnið til gagns fyrir heild- ina. Sleppið ekki hugmyndinni »likamlegur«, þegar þið hugsið um okkar heim. Eg hefi líkama og eg er í fötum, en við þurfum þó ekki að láta »taka mál af okkur«, því að við getum skapað fötin með hugsun okkar, og það er af því, að eg hefi vanist á að hugsa mér sjálfan mig i fötum, að eg er í þeim. »Við þurfum ekki að borða né drekka. Endurnærandi öfl halda likama okkar altaf við. Við öndum að okkur nær- ingunni. Við þurfum ekki að hvíla okkur með því að sofa; að vísu hvílum við okkur stundum, en við missum ekki meðvitundina fyrir því. Hins vegar fer eg oft út að ganga, því að eg hefi altaf haft mætur á göngum. Ef þið spyrjið, á hverju eg gangi, þá verð eg að svara: að því er mér finst, þá geng eg á jörðinni, því að þegar eg geng eftir veginum, þá verð eg var við mótstöðu vegarins alveg eins og áður. En aftur á móti er auðvelt að fara miklar vega- lengdir án þess að ganga eða nota nein farartæki, því að ef við viljum, getum við svifið þangað, sem við hugsum okkur að komast«. Um núverandi heimili sitt fer faðir síra Drayton Thom- as þeim orðum, að það standi í hlíð einni og sé mjög fag- urt útsýni og víðsýnt þaðan. Segir hann, að garður sé í kringum húsið og renni á þar ekki langt frá. Svo segir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.