Morgunn - 01.12.1929, Side 24
150
MOR6UNN
Hún kveðst ekki hafa heyrt, að neinn eigi að tortímast, en
að von sé fyrir alla að komast upp á við.
Síra Drayton Thomas spurði systur sína þá, hvað það
væri, sem svaraði til hugmynda vorra um dómsdag, og
svarar hún því á þá Ieið, að það sé í því fólgið, að þá
sjái menn sjálfa sig eins og þeir eru í raun og veru, og
hvernig sem reynt er að teygja ímyndunina, þá verður ekki
hjá því komist að sjá það. Strax og menn eru farnir að
vita af sér hinum megin, fara þeir að sjá þetta, og jafn-
skjótt og maður hefir komist að raun um, hvernig, hvar
og hvers vegna hann gerði rangt, þá vaknar tilfinningin
um, að bæta verði fyrir það. Þessi tími getur verið ógur-
legur fyrir mörgum, en þó fylgir honum ávalt vonin og
tilfinningin um, að hægt sé að komast yfir hann og bæta
fyrir það, sem illa hefir verið gert. Og ein af leiðunum til
þess að gera það er sú, að hjálpa öðrum, sem sama þroska-
leysið háir, eiga við sömu erfiðleikana að etja eða eru
bundnir við sömu lestina, hvort sem þeir eru á lægri svið-
unum eða hér á jörðinni.
Eitt af því, sem gerir þó örðugra en ella að átta sig,
þegar menn lenda á þessum lægri sviðum, og hefja sig
upp úr því ástandi, sem menn eru í þar, er það, að á hvern
stað safnast aðallega þeir, sem eins er ástatt um, þannig
að menn eru þar umkringdir af jafn óþroskuðum sálum og
þeir eru sjálfir, og eiga þeir því verra með að sjá, að þeim
sé nokkuð ábótavant. Allir, sem þar eru, Iíta svipuðum aug-
um á tilveruna og enginn er öðrum fremri, svo að andlega
andrúmsloftið verður mjög kæfandi. Hins vegar er það svo
á jörðinni, að þar eru menn á mismunandi þroskastigi, mis-
munandi góðir menn hverjir innan um aðra, og því er auð-
veldara að sjá, í hverju mönnum er ábótavant, meðan þeir
eru á jörðinni.
Þegar einhver þeirra, sem dvelst á lægri sviðunum, er
farinn að komast að raun um, að eitthvað er öðruvísi en
það á að vera um ástand þeirra, og fara að vonast eftir
einhverju betra, koma þegar í stað sendiboðar frá hærri
sviðum og benda þeim á, í hverju þeim sé áfátt og að