Morgunn - 01.12.1929, Side 26
152
MORGUNN
þótt, eða þykir, rétt og sjálfsagt, er talið rangt hjá annari,
eða á öðrum tíma.
Síra Drayton Thomas spurði föður sinn um núverandi
skoðanir hans í þessum efnum, og segir faðir hans, að menn
geri ekki nægilegan mun á því, hvort það, sem gert er,
sé í samræmi við réttar meginreglur (principles), hvort
»principið«, sem það byggist á, sé rétt, eða hvort hvatirn-
ar eða »mótívið«, sem það er sprottið af, sé rétt. Margir
hallast að þeirri skoðun meðan þeir eru á jörðinni, að fram-
ferði þeirra sé rétt, ef aðeins hvatirnar til slíkrar breytni
eru góðar, hver svo sem árangurinn kann að verða. En
þegar hingað er komið, segir hann, komast menn að því,
að það, sem skiftir máli, er, að meginreglurnar eða »prin-
cipið«, sem framferði manna er bygt á, séu réttar. Margur
hefir komið yfir um og orðið þess var, að hann hefir orðið
að standa reikningsskil á einhverju, sem hann gerði á jörð-
inni og taldi sér frekar til ágætis og var hreykinn af, en
finnur nú að ekki var rétt, af því að það var ekki bygt á
réttum meginreglum. Að gera ilt til þess að af því leiði
gott, er að vinna að góðu málefni með röngum meðulum,
segir faðir síra Drayton Thomas.
Ein af ástæðunum sem er til þess að reka heiðingja-
trúboð, enda þótt sagt sé, að hver sé sæll í sinni trú, svo
að ekki sé ástæða til að vera að fá heiðingjana ofan af
því, sem þeir trúa, segir faðir höfundarins að sé að reyna
að fá þá til að hætta ýmsum trúarvenjum, sem geta verið
skaðlegar, af því að þær eru bygðar á röngum meginregl-
um, svo sem eins og mannafórnir, sem tíðkast sumstaðar.
En það, sem gerir kristnu trúna öllum öðrum trúarbrögð-
um fremri, segir hann að sé það, að hún er bygð á rétt-
um meginreglum.
»Hún byggist á réttlæti og kærleika og veitir meiri
andlega þekking en önnur trúarbrögð. í flestum öðrum trú-
arbrögðum er eitthvað, sem við fellum okkur ekki við, en
það er ekkert í lífi Krists, sem hægt er að kalla rangt, jafn-
vel af þeim, sem ekki eru þeirrar trúar«. Auðvitað segist