Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 30
156
M 0 R G U N N
»Faðir minn og systir halda því ákveðið fram, að sam-
bandið við þau eigi ekki að skoðast sem takmark í sjálfu
sér, heldur sem hjálp og uppörfun til þess að leita sam-
einingar við Krist. í persónulegri reynslu minni finn eg, að
það, sem vinir mínir, er lifa í æðra heimi, hafa sannað mér
um, að þeir viti ávalt um mig og séu mér nálægir, hefir
komið mér til að líta á bænir mínar sem meiri veruleika,
og styrkir skoðunina á guðdómlegri umhyggju og forsjá.
Það var ekki vegna eigin þarfa, að eg hóf sjálfstæðar rann-
sóknir á þessu máli, heldur leit eg svo á, að það gæti gert
mig hæfari til þess að verða öðrum að liði. Samt hefi eg
einnig sjálfur haft óvænt gagn af þeim, með því að þær
hafa snúið trú minni í þekkingu og þekkingunni í skoðun.
Vissulega er það mesta þroskunin, sem orðið hefir í lífi
mínu hið innra, síðan eg sem unglingur sneri frá hugsun-
arlausri eigingirni til trúarinnar á Krist.
»Er það ekki gott, að hafa vissu í stað efa? Að finna,.
að trúin breytist i skoðun? Að hafa sannanir fyrir nærveru
þeirra, sem dánir eru? Að læra dálítið um eðli fyrstu stiga
lífsins eftir dauðann og starfanna, sem bíða manns þar?
Og að vera mintur á það af nýju, að kærleikurinn, sem er
viðbúinn að fórna sér i þjónustu annara og er táknaður
sögulega með krossinum, er æðsta takmark lífsins?«