Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 33
MORGUNN
159'
svaf í fyrstu“. (Þetta kemur heim við önnur skeyti
framliðinna manna, sem tala um hvíldartímabil).
Eg bað um einhverjar sannanir fyrir því að þetta
væri hún, og fékk þetta svar: Gamall bleikrauður silki-
borði, Florence kannast við það. Ullarbandssjal. Eg var
með það. Spyrjið Florence, hvort hún muni eftir tönn-
um móður okkar.
Eg sendi Florence þessa sönnunartilraun, og þegar
timi var til kominn, fékk eg þetta svar frá Californiu:
,,Ekki er alveg rétt um bleikrauða borðann. Hattie
átti gamla bleikrauða silkinátttreyju, sem hún var í í
síðustu legunni.
Hún átti líka prjónað sjal, sem hún var vön að.
fleygja yfir herðarnar á sér.
Móðir okkar þóttist mjög af því, hvað tennur henn-
ar væru ágætar. Fram að andlátinu hafði hún aðeins.
mist eina tönn, og það var fyrir slys.
Florence skrifaði okkur, að þó að henni þætti mikils
um vert, þá væri hún enn ekki sannfærð, og hún bað
Hattie að koma með einhver atriði viðvíkjandi síðustu
veikindum hennar.
Síðar skýrði Hattie frá því, að villan um bleikrauða
bandið stafaði af misskilningi, og misskilningurinn or-
sakaðist af því, að hugsunin hafði ekki verið rétt send;
Hattie hefði enn ekki lært að senda skeyti með réttri
aðferð.
Annað skeytið var skýrara og miklu meiri sannanir
í því. Hattie virtist vera að fara fram í því að læra að
skrifa.
Hún skrifaði meðal annars þetta: „Segið Florence,,
að eg vilji fá hana til að gefa Jennie ofurlitla gjöf til
minningar um mig. Hún mun skilja það“.
Svo kom síðar: „Segið Florence, að eg hafi heim-
sótt okkar gamla vin John. Við höfum oft um það hugs-
að, hvernig honum mundi líða“.
Florence svaraði þessu: Bréf yðar er dásamlegt,.
°g eg get naumast trúað því, að þetta sé mögulegt.