Morgunn - 01.12.1929, Side 37
MOEdUNN
163
nöfn og atriði, sem okkur var ókunnugt um, þá hafa
skeyti hennar og frásagnir hennar af lífinu í öðrum
heimi miklu meira gildi en réttmætt væri að eigna þeim
skeytum, sem koma frá einhverjum óþektum uppruna.
Þegar framliðnum manni tekst að koma með svo
margar staðreyndir, sem miðlinum er ókunnugt um, þá
er það góð sönnun þess, að undirvitund miðilsins er ekki
að skerast í leikinn, og að vitneskjan er þar af leiðandi
áreiðanlegri.
Hattie hefir smámsaman skýrt oss frá gjörðum sín-
um hinumegin, og þó að margt sé þar í, sem jarðneskur
skilningur vor getur ekki gripið, þá sýnir þetta oss samt
yndislega og gleðjandi mynd af því lífi, sem hrein og
mjög framsækin sál kemst bráðlega í.
Svo að eg byrji á byrjuninni, þá sagði hún okkur,
að þegar hún var komin út úr jarðneska líkamanum og,
eins og hún orðar það, stóð við hliðina á sjálfri sér og
fann, að hún var í fyrsta sinn eftir marga mánuði laus
við jarðneskar þrautir, þá var fyrsta hugsun hennar um
systur hennar, sem hafði nú orðið fyrir þessum missi.
Hún.skrifar: „Þegar eg leit á þig, góða, og sá hinn
voðalega einstæðingsskap og hina skuggalegu örvænt-
ingu í huga þínum, þá réð eg það af samstundis að ná
til þín einhvernveginn og segja þér, að eg væri enn lif-
andi“.
Þá var farið með hana á hvíldarstað og þar hitti
hún móður sína. Hún mintist þess, að v. Reuters mæðgin-
in hefðu sagt henni sumarið, sem hún fann þau í Ame-
ríku, frá trú sinni á spiritismann, og hún fór tafarlaust
að áforma að ná til okkar, og bað móður sína að reyna
að senda okkur skeyti, meðan hún svæfi sjálf.
Þegar hún vaknaði, sagði móðir hennar henni, að
sér hefði tekist að skrifa á einkennilegt lítið borð, sem
við hefðum, orðin: „Florence þarfnast hjálpar“.
Jafnskjótt sem Hattie hafði fengið styrk sinn aftur
tók hún sér fyrir hendur að senda skeyti sjálf, og nú
vitum vér, hver árangur af því hefir orðið.