Morgunn - 01.12.1929, Page 40
166
M 0 R G U N N
100000 söngmanna, og þar var líka 50000 manna hljóm-
sveit.
Söngflokknum stýrðu Handel og Bach. Hátíða-
haldið fór fram í miklum áheyrendasal, þar sem miljón
sálna var saman komin. Hattie talar um salinn sem
lærdóms-musteri.
Einu sinni spurðum við, hvort hinir miklu kompón-
istar væru ekki enn að semja lög og Hattie svaraði:
„Auðvitað, en margir okkar eru ekki svo þroskaðir, að
þeir heyri hin himnesku snildarverk. Við verðum fyrst
að heyra hin jarðnesku snildarverk. Móðir mín hefir
heyrt 10. symfoniu Beethovens og 6. symfoniu Brahms“.
Hattie talar um fjöll, fljót, skóga, fugla, fiðrildi,
blóm. Við spurðum, hvort þetta væru hugsanamyndir,
og hún svaraði: „Fyrir okkur er þetta verulegt og snert-
anlegt“.
Eg spurði hana, hvort hún byggi ekki á annari
plánetu, og því svaraði hún svo: „Það er líkt því, að
minsta kosti eru hlutirnir mjög ólíkir hinum jarðnesku
hugmyndum um himnaríki“.
Hún var spurð, hvort síðasta takmark allra sálna
væri ekki það að komast í nálægð við hið guðdómlega
vald. Þá svaraði hún: „En guð er hvarvetna, eins mikið
á lægri sviðunum eins og hinum svo kölluðu æðri sviðum.
Friðurinn sem vér höfum í hjörtum vorum, tilfinn-
ingin, sem ekki verður lýst, fyrir ánægju og gleði, kær-
leikurinn og þakklætið, sem vér finnum. Þetta er alt
guð.
Þið getið ekki skilið þetta þangað til þið hafið
.fengið það sjálf“.
Hún málar með yndislegum litum dýrð Krists-and-
ans. Jesús er hin mikla ímynd kærleikans, auðmýktar-
innar og góðfýsinnar í heimi framliðinna manna. Að
sönnu situr hann ekki í dýrð og ljóma á neinu hásæti
við hægri hönd guðs, eins og kristnar kreddur hafa
kent oss.
Hún segir: „Hann er of mikill og of góður til þess