Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 41
M 0 II G U X X
167
að sitja aðgerðalaus. Það er nú eitthvað annað. Hann
hjálpar hvar sem hann getur.
Hann er oft á jörðunni og hinum dimmu sviðum að
hjálpa vesölum syndurum. Oft vita þeir ekki einu sinni,
hvar hann er.
Han hefir ekkert við sig, sem ægir mönnum eða
hræðir vesalar óþroskaðar sálir. Guðdómlegur kærleik-
ur og mildi ljóma á andliti hans.
Hann enduryngir með snertingu handar sinnar.
Stundum vei’ðum við vör við dýrlega ánægju tilfinningu,
og vitum þá að hann er að fara fram hjá okkur. Sum af
börnum mínum hafa séð hann.
Hann er oft með miklum sálum, sem er falið hlut-
verk af hendi að inna á jörðunni. Marteinn Lúther,
Búdda, Laotse (mikill kínverskur heimspekingur) og
margir af hinum kaþólsku helgu mönnum, sem hafa
verið verulega góðir menn, eru vinir hans og sam-
verkamenn.
Oft eru alveg óbreyttar sálir með honum, því að
hann er vinur allra, sem eru góðir“.
Nú spyr eg yður, vinir mínir, er nokkuð í þessari
lýsing á Krists-persónleikanum, sem ætti að geta sært
hinn guðræknasta kristinn mann?
Sýnir hún oss ekki hugmynd af hinum sanna Kristi,
afklæddum öllum kreddukendum ósennileik, Krist, sem
vér getum elskað sem mann og vin?
Nú ætla eg að ljúka máli mínu, enda verður ekki
hærra en þetta komist.
Eg tek það þá upp aftur í stuttu máli, sem eg hefi
viljað segja. Hattie hefir fengið áformi sínu framgengt.
Hún hefir flutt huggun og endurnýjað trúnaðartraust
til systur sinnar, sem var á barmi örvæntingarinnar.
Florence skrifaði nýlega. ,,Eg get aldrei oi'ðið
hrygg framar“. Hún hefir fengið aftur fyrri heilsu sína
og allir vinir hennar furða sig á glaðværð hennar og
hvað heilbrigðisleg hún er ásýndum.
Þetta er það sem spiritisminn getur gert fyrir