Morgunn - 01.12.1929, Side 42
168
M 0 R G U N N
mannkynið og þetta er hann að gera nú á hverjum degi
og hverri stund fyrir hundruð þúsunda í veröldinni.
Óskandi væri að þessar þúsundir yrðu bráðlega að
miljónum.
„Kœrleikurinn byggir upp“
Préöikun sem
síra C. Draytan Thomas
flutti fyrir síöasta alisherjarþing spiritista í Lonöon.
Á löngu liðnum dögum var til ný hreyfing, sem var
eftirtakanlega lík hinni spiritistisku hreyfingu nútím-
ans. Auk þess sem hún var ofsótt, þjáðist hún af skoð-
ana ágreiningi meðlima sinna, og af vanmætti sumra
manna til þess að vinna í' eindrægni hver með öðrum.
Páll postuli skrifaði einum flokki þessara manna og gaf
þeim leiðbeiningar um mörg efni. Hann var góður skipu-
lags frömuður, jafnframt því sem hann var gæddur á-
gætum sálrænum hæfileikum, og hann ritaði þessa setn-
ingu: „Þekkingin blæs menn upp, en kærleikurinn byggir
upp“. Það er ekki sjálfsagt, að þekkingin hjálpi oss eða
geri oss hjálpsama öðrum mönnum; til þess að trygging
fáist fyrir því að hún hafi þau áhrif, verður hún að fá
kærleikann í viðbót við sig.
Innan um þá örðugleika, sem mæta oss, bæði ein-
stökum mönnum og félögum, þurfum vér að gera oss
grein fyrir þessari staðreynd. Mikils er um það vert að
hafa þá þekkingu, sem mörg yðar hafa öðlast; að vita
það, að unt er að sanna aftur og aftur, að lífið heldur
áfram eftir dauða líkamans; líka það að vita nokkuð
um það, hvernig það líf er, sem tekur við eftir dauðann.
Mikils er um það vert að vera spiritisti. En það, sem