Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 43
M 0 R G U N N
169
mikilsvert er, má nota á lítilmótlegan hátt og auvirðu-
legan, og hörmulegt væri það, ef líf vort yrði spiritism-
anum ósamboðið.
Eg ætla að lesa ykkur orð systur minnar, sem hún
talaði gegnum trance-miðil: Hún sagði: ,,Eg held að
dásemdir þessa sambands milli heimanna tveggja fari
vaxandi fyrir okkur bæði. Meðan eg var á jörðunni las
eg um menn, sem sögðu, að eftir nokkurn tíma gætu
þeir ekki komist neitt lengra með málið . Það var þeim
sjálfum að kenna; því að það birtir stöðugt nýjar dá-
semdir. Eg held, að orsökin til ])ess, að þeir komust
ekkert lengra, hafi verið sú, að þeir héldu ekki áfram
með málinu, leyfðu því alls ekki að breiða úr sér í
hugum þeirra. Það er enginn vafi á því, að þegar ein-
hver maður fer að fást við þessa þekkingu sambandsins
og- gagnið að því, þá er vænst einhvers meira af þeim
manni. Segja má, að hann sé skuldbundinn til þess að
hugsa meira og gera meira“.
Þekkingin ein er ekki nóg, hvorki til þess að full-
nægja oss né til þess að lyfta oss á æðra stig. Mönnum
kann í fyrstu að virðast hún nægja, meðan þeir lifa
í nýjum heimi undrunar og fagnaðar, eftir að hafa
fengið aftur fregnir af þeim, sem dauðinn virtist hafa
tekið frá þeim svo gersamlega. En þegar tímar líða og
þessi mikla reynsla fer að endurtaka sig, þá venjast
oaenn við hugsunina og hún skipar sér á bekk með þeim
staðreyndum tilverunnar, sem vér könnumst við. Vér get-
um jafnvel talað um hana, þegar svo ber undir, eins
°g vér mundum tala um undur rafmagnsins og hugsana-
Hutningsins. En þegar nýjabrumið er um garð gengið, og“
undrunarkendin hefir nokkuð dvínað, þá fara menn að
íinna með sjálfum sér, að eitthvað meira gæti úr þessu
orðið. Gætið yðar, þegar þér eruð komnir á þetta stig;
því að það fullnægir ekki hjartanu, né heldur lyftir það
upp lífinu að fara frá einum miðli til annars og vera
að leita að einhverju, sem sé enn meira æsandi eða enn
stórkostlegra. Áreiðanlega er eitthvað til, sem flytur