Morgunn - 01.12.1929, Page 44
170
31 () R G U N X
menn lengra áfram, og það er kærleikurinn. Þegar hon-
um er bætt við þekkinguna, þá reynist hann vera ]>að,
sem við þurfti að bæta. Látið þekkinguna vaxa meira
og meira, en munið það, að þekkingin ein getur jafnvel
ekki haldið mönnum frá ósamlyndi, og því síður gefið
skapgerðinni fyllingu.
Og hvað er kærleikur? Með orðum verður hann ekki
skýrður. Orðið kærleikur er látið eiga við jafn-ólík efni
eins og kynferðiskendina og heilagleikann! Mjer virðist,
að vér getum ekki skilið kærleikann á hinum æðri
stigum hans nema þegar vér sjáum hann starfandi,
stundum í augnabliks athöfnum, og stundum hjá þeim,
sem fórna löngum árum þolinmóðlega og umkvörtunar-
laust, til þess að þjóna öðrum. Vér sjáum hann hjá
mörgum góðum mönnum, einkanlega hjá þeim, sem lært
hafa listina beint frá Jesú Kristi; en sérstaklega og á
æðsta stigi sjáum vér hann hjá Kristi sjálfum. Hann er
aðalkennarinn í mannkynssögunni og dæmi kærleikans
í æðri mynd, þess kærleika, sem gerir oss fullkomna,
þegar honum er bætt við þekkinguna.
Enginn er meðal vor hér, sem ekki hefir einhvern-
tíma langað til að lifa lífinu á sem æðstan og beztan
hátt. Mér kemur oft til hugar mynd, sem táknar þetta
líf, síðan eg lærði i skóla nokkrar línur eftir Goldsmith.
Þar er tilkomumiklu og sannarlega góðu lífi lýst á þessa
leið:
„Eins og hátt upp úr dalnum teygir sig tindur,
svo toppinum nær jafnvel enginn vindur,
þótt utan um brjóstið sé óveðurs lind,
er eilíft sólskin á höfðinu á þvílíkum tindi“.
Og allir getum vér öðlast þetta. Það er opin leið
fyrir alla, sem vilja það, til að sameina hina æðri teg-
und kærleikans við þekkingu sína.
Lítum á hann starfandi. Látum meistaranum bi’egða
fyrir sjónir vorar við tvö tækifæri. í fyrra skiftið sjáum
vér hann þreyttan og dasaðan eftir að hafa veitt þeim
mörgu mönnum, sem leituðu hjálpar hans, örðuga þjón-