Morgunn - 01.12.1929, Page 46
172
M 0 K G IT X N
Það er um kærleikann og þekkinguna líkt og um
steinolíuna í vélinni, sem þarf rafmagnsneistann til þess-
að not verði að henni. Eins og neistinn verkar á stein-
olíuna, eins verkar kærleikurinn á þekkinguna. Yið-
þekkingu vora — þessa sérstöku þekkingu um dauðann
og hið komandi líf, sem vér spíritistar höfum öðlast —
skulum vér þá bæta hinum ummyndandi mætti kær-
leikans.
Stúdent frá Oxford týndi lífinu af slysi. Móðir hans-
var þá ókunnug mér, en hún skrifaði mér og spurði,
hvort ekki væri nokkur leið að hún gæti fengið skeyti
frá honum. Mér var það mikill fögnuður, að á næsta
trancefundi, sem ég var á, sendi þessi piltur foreldrum
sínum sannanir. Árangurinn varð góður; enginn efi varð-
eftir í hugum foreldranna. Við og við hefir það komið
fyrir síðan, að ég hefi fengið frá honum fáein orð í því
skyni að sanna, að hann sé oft heima hjá fjölskyldu
sinni og geti athugað athafnir manna þar. Til dæmis að:
taka kom það fyrir nýlega, að hann bað mig að senda
þetta móður sinni: „Spurðu hana, hvort hún hafi verið að
hugsa um nokkuð í sambandi við kodda, því' að ég fékk
frá hug hennar hugsunina um kodda, og sá koddi var
í einhverju sambandi við mig“. Nú hefir það aldrei
komið fyrir þau ellefu ár, sem ég hefi fengist við rann-
sóknir, að eg hafi heyrt minst á kodda; svo að mér var
forvitni á að vita, hvað úr þessu yrði. Móðirin svaraði
bréfi mínu og skrifaði þetta: ,,Um koddann er þetta
að segja. Þegar elsku drengurinn minn fór yfir um,
tók eg koddann, sem hann hafði notað hér heima, og"
fór að sofa á honum sjálf. Áður en við fórum í sumar-
leyfið okkar nú nýlega, lét eg koddann niður í töskuna
hans, til þess að enginn skyldi nota hann. Nokkru eftir
að við vorum komin heim aftur fór eg að hugsa um að
taka hann upp, en frestur varð á því; því að mér verður
mikið um það að opna þessa tösku og sjá alla muni hans.
Samt sem áður fór svo, að í byrjun síðustu viku réð egaf
að gerast hugprúð og taka koddann upp aftur. Eg gerði