Morgunn - 01.12.1929, Page 54
180
M 0 K G U N N
hans altaf á þá leið, að betur væru þeir þó komnir,
sem væru lausir við hana. — Fjöldi af sögum er það
sem höf. tilfærir um ýmsar dánarvitranir, en þær eru
allar með líkum blæ og við eigum að venjast og ekkert
nýtt í þeim.
Þá kemur einnig heill kafli af draugasögum, og
leggur höf. allmikið upp úr sönnunargildi þeirra fyrir
hinu svo nefnda milliástandi annars heims, þar sem
viltar eða friðlausar sálir eigi heima, sem hvorki séu
tækur 'í himnaríki eða helvíti. Sú sagan, sem einna
merkilegust þótti á sinni tíð og höf. tilfærir, er af skóla-
pilti í Uppsölum í Svíþjóð um 1890. Annar piltur, vinur
þessa pilts, hafði lofað að birtast honum ef hann dæi
fyr. Svo fór að hann dó bráðlega og efndi loforð sitt
mjög eftirminnilega. Sá er lifði, Fossmark að nafni,
varð fyrir miklum aðsóknum af hálfu hins framliðna.
Hann sá hann fylgja sér hvert sem hann fór í björtu
og skuggsýnu og heima hjá Forsmark gerði hinn fram-
liðni mikinn draugagang og setti alla hluti á hreyf-
ingu, svo að margir urðu vitni að. Stóð þetta mánaðar-
tíma eða vel það. Lauk því svo að Forsmark náði tali
af hinum framliðna á sama hátt og maður talar við
mann, og spurði hann spjörunum úr. Lét hinn fram-
liðni ekki vel af ástandinu sín megin og kvaðst kominn
til að aðvara hann og fá hann til að verka bætandi á
hið andlega ástand í skólanum. Að lokum bað Forsmark
hann að ónáða sig ekki oftar og lofaði hinn því, enda
varð hans ekki oftar vart. — Þessir atburðir vöktu
mjög mikla athygli og eru enn í fersku minni í Upp-
sölum. Á Forsmark höfðu þeir ákaflega sterk trúarleg
áhrif. Hann ákvað að gerast heiðingjatrúboði en ent-
ist ekki aldur til þess.
Sem vænta má gerir dr. M.-L. spíritismann að um-
talsefni. Læst hann hafa líkar skoðanir á sálarrann-
sóknum og áður, og kemur enn með nokkur dæmi þess
að þær hafi valdið vonbrigðum, eða haft óheppileg
áhrif á þá sem iðkuðu samband við framliðna. En senni-