Morgunn - 01.12.1929, Side 57
M 0 R G U N N
183
um í stuttu máli. Og það er eftirtektarvert hvað hann
lýsir því hreinskilnislega. Það er ekki af neinum
knýjandi vísindalegum ástæðum að spiritísminn er honum
mótfallinn, heldur af persónulegum ástæðum. Sú trú,
sem hann er uppalinn í, er ekki vön að líta svo hvers-
dagslega og hlutrænt á lífið hinum megin eins og rann-
sóknirnar draga það fram. Eftirtektarverð eru líka sein-
ustu orðin: — hann efast um að það séu hinir fram-
liðinu sjálfir, sem í sambandið koma. Hann er orðinn
hikandi í trúnni á að þetta geti ekki átt sér stað. En
auðvitað er þessi efi ekkert séreinkenni fyrir dr. M. L.
Allir greindir og samvizkusamir sálarrannsóknarmenn
eru meira og minna efablandnir um skýringar á hinu og
öðru, er fram kemur.
Vegna þess hvað höf. er annars samvizkusamur í at-
hugunum sínum, og vegna þess hvað margir af andstæð-
ingum sálarrannsókna vitna í hann, þá er vert að athuga
skoðun hans á þessu máli nokkru nánar. Það sést þá, að
það sem hann hefir mest á móti, er ekki spiritisminn, sem
sannleiksleit og rannsóJcnarstefna, heldur sem tríiarstefna
(religion). Þá tilhneigingu fólksins, þegar það sér eitt-
hvað dulrænt, að sleppa sjálfstæði sínu og falla fram í
tilbeiðslu og aðdáun, það kallar hann hina eiginlegu hjá-
guðadýrkun, hinn sanna heiðindóm. Hann bendir á, að
þótt haldið sé við kristna trú að nafni til, þá nái það
engri átt að taka við skýringu orðsins af vörum ein-
hvers miðils sem er á valdi einhvers óþekts afls. Inn-
blástur allrar guðsþjónustu verði að koma ofan að og
innan að. Kirkjusöfnuðurinn hafi sína tryggingu fyrir
því í persónulegu sambandi sínu við prestinn, að hann
sé íétt innblásinn, það eigi að geta fundizt hvort prest-
urinn sé í góðri trú og samvizka hans vakandi. En þessa
toyggingu sé ekki hægt að fá á guðsþjónustum andatrú-
armanna, þar sem hinn sýnilegi milligöngumaður, mið-
illinn, sé ekki með sjálfum sér, en hinir ósýnilegu stjórn-
■endur óþektir.