Morgunn - 01.12.1929, Side 58
184
MORGUNN
Hér vildi eg skjóta inn þeirri athugasemd, að
mér er ekki kunnugt um, hvort dr. M. L. hefir haft
kynni af andatrú, sem þessi lýsing á við. Hitt er víst að
leiðtogar hreyfingarinnar út um heiminn kannast ekki við
að hún sé rétt.
Nú hefir verið minst á tvö fyrri bindin af bók dr.
M. L., en aðeins lauslega. Langsamlega meiri hlutinn er
sögur um hina og þessa dularfulla atburði með athuga-
semdum höf. á milli. Það er nógu gaman að lesa þessar
sögur, en erfitt að tína úr nokkrar sem séu öðrum
merkari.
I>riðja bindið nefnir höf. „Á strönd eilífðarinnar‘c
(Paa Evighedens Kyst). Það fjallar mestmegnis um lífið
hinum megin, og hvaða skoðanir mætti mynda sér um
það. — Hann segir m. a.: — „Það að deyja er ekki að
verða að engu eins og efnishyggjumenn álíta. Það er
heldur ekki að fara yfirum til samskonar nýrrar tilveru,
eins og andatrúarmenn lýsa því. — Það er heldur ekki
það, að fara út á við, eða dreifast út um geiminn. —
Ekki er það heldur það að fara up-p á við, til einhverrar
stjörnu í geimnum. — Ef notuð er einhver stefnutilvísun,
])á er það að deyja að fara inn á við. Um leið og hinn
ytri skynheimur lokast, opnast hinn innri heimur — eða
tilvera minninganna, samvizkunnar og sálarsýnanna.“
Ekki vill höf. aðhyllast þá kenningu spíritista að
menn vakni upp eftir andlátið til lífs sem sé svo líkt því
sem ]>eir skildu við, að þeir finni oft ekki neina breyt-
ingu. Einkennilegt þykir honum að Sundar-Singh skuli í
frásögn sinni um lífið eftir dauðann styrkja þessa skoð-
un. Höf. finst þetta gera andlátið of hversdagslegan við-
burð, en vill halda sér við það sem megi ráða af þeim
sýnum, sem menn sjái stundum í andlátinu, og sagt er
frá í fyrri bindunum. Samkvæmt þeim verði andlátið
að hinum alvarlegasta viðburði, sem hafi hinar dýpstu
afleiðingar fyrir sálarheill mannsins.
Þá minnist höf. á kenningarnar um sálarsvefninn,
sem ýmsir kristnir menn og ]>ar á meðal Lúther haldí