Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 60
136
MORGUNN
að deyja í angist. Þessvegna er bezt að brjóta ekki heil-
ann en að lifa í öruggri trú á Krist“ — og hann endar
með ]>essum orðum: „Meira veit eg ekki og vil ekki
vita!“
Þessi orð Lúthers eru mjög eftirtektarverð, því að
þau eru mjög einkennileg fyrir hinn lútherska hákirkju-
lega rétttrúnað.
En 1 >rátt fyrir hið stranglútherska uppeldi dr. M. L.,
sem alstaðar skín í gegn, ]>á telst hann þó til hinna for-
vitnu, og fróðleiksfýsnin verður yfirsterkari þeirri virð-
ingu sem hann ber fyrir stefnu Lúthers í því, að hann
vill rannsaka ritningarnar og ekki gleypa þær alveg
hráar. — Réttilega bendir hann á, að þær upplýsingar,
sem biblían gefur um annað líf, séu afar litlar og í
molum. Það sé mjög erfitt að fá út úr þeim nokkra sam-
stæða heild. Samt sem áður hafi lærifeður kirkjunnar
bygt upp heil lærdómskerfi um annað líf og notað til
]>ess setningar og orð samantínd úr hinum ýmsu bókum
ritningarinnar, slitin út úr sambandi og slcoðuð eins og
]>au væri skrifuð af einum og sama höfundi, sem þar að
auki hlyti að hafa haft fullan kunnugleik á öðru lífi
og verið vel heima bæði í landafræði, náttúrufræði og
sálarfræði annars heims.
Það má sjá að höfundi finnist ]>að fjarstæða ein að
hugsa sjer að nokkur samræm vísindi verði samanbrædd
úr svo sundurleitu efni, en í öðru á hann þó erfitt með
að losa hugann og dómgreindina úr hinni görnlu kenn-
ingaprísund, sem fram á þann dag í dag hefir ]>ótt vera
nauðsynlegur liður í kirkjupólitíkinni.
I>að verður því ekki altaf auðvelt að fá út ákveðna
skoðun höf. á efnum þeim, sem hann ritar um í þessu
síðasta bindi bólcar sinnar. Hann virðist altaf svífa milli
vonar og ótta um hvað rétt sé í þeim kirkjukenningum
sem hann er að lýsa.
Alltíðrætt verður honum um ])á kenningu, að strax
eftir andlátið fari menn annað hvort til himnaríkis eða
helvítis. T>ví haldi margir fram þann dag í dag, þar á