Morgunn - 01.12.1929, Side 63
M 0 R G U N N
189
(?rjár leiðir.
Erinöi efíir Einar H. Kuaran.
Mér kemur til hugar, að leiða athygli yðar fyrst að
merkilegum og mjög frægum ummælum í 1. kap. í 1.
Mósebók. Þar er sagt frá því, að guð hafi gefið fyrstu
foreldrum vorum þetta boðorð: „Verið frjósöm, marg-
faldist og uppfyllið jörðina og gerið ykkur hana undir-
gefna, og drotnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum
loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðunni“.
Höf. þessa kap. virðist hafa litið svo á, sem þetta væri
aðalhlutverk mannanna í þessari veröld.
Vestrænu þjóðirnar hafa óneitanlega hlýtt þessu
boði sæmilega rækilega, einkum á síðustu öldinni og
þeirri öld, sem nú er að líða. Afar mikill hluti mann-
anna lítur vafalaust líkt á þetta mál, eins og þessi forni
rithöfundur. Mennirnir virðast hafa lagt kapp á það
meira en nokkuð annað, að gjöra sér jörðina undirgefna,
eða eins og ef til vill væri réttara að orða það nú, að ná
tökum þekkingarinnar á hinum skynjanlega heimi.
Hvað mikið sem enn kann eftir að vera í þeim efnum,
þá verður ekki annað sagt, en að það hafi þeim tekist
dásamlega.
Mér kemur ekki til hugar, að gera lítið úr þeirri
starfsemi, þessu, sem vér getum nefnt menningarvið-
leitni Vesturlanda. Ekki svo að skilja, að allir séu sam-
ftiála um hana. Margir Austurlandamenn, þar á meðal
■sumir af þeirra áhrifaríkustu leiðtogum, eins og t. d.
Hhandi, hafa megnustu óbeit á henni. Og svo er ekki
'emgöngu um Austurlandamenn. í vestrænum heimi
er að rísa upp megn alda gegn henni. Það hefir
ekki getað dulist mönnum, að hún hefir ekki
eingöngu haft þau áhrif að gera lífið þægilegra og feg-
nrra, heldur hefir hún líka leitt mennina út í athæfi,