Morgunn - 01.12.1929, Síða 67
MORGUNK
193
und um sambandið vi'ð guðdóminn? Eða ef til vill væri
réttara að spyrja: Hvernig lýsir þessi meðvitund sér?
Eg get ekki gert þvf máli full skil, enda gerist þess
tæplega þörf. Eg geri ráð fyrir, að þið hafið öll lesið
guðspjöllin. Og öllum ykkar er það a. m. k. innan hand-
ar. En á einstöku atriði ætla eg að benda.
Eg ætla þá, rétt til dæmis, að benda ykkur á hina
skýru, gagnorðu og furðulegu frásögn í Mark. I. Þegar
Jesús hefir kvatt fyrstu lærisveinana til fylgdar við sig,
þá fer hann inn í samkunduhús í Kapernaum og tekur
að kenna. Oss er sagt, að menn hafi undrast mjög kenn-
ingu hans, ,,því að hann kendi þeim eins og sá, er vald
hafði, og ekki eins og fræðimennirnir“. 1 hverju er nú
þetta „vald“ fólgið? Af því, sem á eftir kemur, virðist
það ekki geta farið milli mála, að valdið er fólgið í
þekkingu hans á öðrum heimi og mættinum til þess að
Eafa taum á ósýnilegum verum.
Markús segir ennfremur svo frá þessum merkilega
og viðburðaríka degi: ,,Og jafnskjótt var í samkundu-
húsi þeirra maður nokkur, sem hafði óhreinan anda;
hann æpti og sagði: Hvað höfum vér saman við þig að
sælda, Jesús frá Nazaret? Ert þú kominn til að tortíma
oss ? Eg veit hver þú ert, hinn heilagi guðs. Og Jesús
hastaði á hann og mælti: Þegi þú, og far út af honum. Þá
skók hinn óhreini andi manninn og rak upp liljóð mikið
og fór út af honum. Og allir urðu forviða, svo að þeir
spurðu hvor annan: Hvað er ]>etta? Ný kenning! Með
valdi skipar hann jafnvel hinum óhreinu öndum, og þeir
hlýða honum“.
Markús segir enn fremur frá ]>ví, að jafnskjótt
sem þeir voru komnir út úr samkunduhúsinu hafi þeir
farið inn í tiltekið hús. Þar lá veik kona. ,,Og hann
gekk að og tók í hönd henni, reisti hana á fætur,, og
sóttveikin hvarf frá henni, og hún gekk þeim fyrir
beina“.
Enn er ekki dagsverkinu lokið. „Er kvöld var komið
°g sól var sezt, færðu þeir til hans alla þá, er sjúkir
13