Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 78
204
M O R G U N N
heim, fullyrða, með mjög miklum rökum frá sínu sjón-
armiði, að ef mannkynið fari að vilja þetta samband af
alhug, í stað þess að vinna gegn því, eins og flestir gera,
þá séu óumræðilega merkileg tíðindi í vændum. Aðalat-
riðið er þetta: Er ný leið fundin? Prátt fyrir allar upp-
götvanir síðustu áratuga, er þetta mikilfenglegasti þekk-
ingardraumur mannkynsins.
Reynið l>ið að gera ykkur grein fyrir því, að hann
er að rætast!
Mennirnir hafa lengstum verið lítiltrúaðir á mögu-
leika mannsandans, til þess að finna nýjar leiðir. En
þá hefir altaf dreymt um og þeir þráð merkilega hluti.
Eins og eg mintist á áðan, gat Sókrates ekki hugsað sér, að
vér gætum nokkru sinni vitað neitt um stjörnur. En
mennina langaði til þess. Holberg gerði napurt háð að
mönnum, sem dytti í hug að búa til vagna, sem ekki
þyrfti að beita hestum fyrir, heldur hefðu hreyfiaflið í
sjálfum sér. En einhverja hefir auðsjáanlega dreymt
um það þegar á dögum Holbergs. Þjóðsögurnar okkar
segja frá klæðinu, sem líður í loftinu, þangað sem vér
viljum. En enginn hefir trúað á það á þeim dögum, er
þær sögur mynduðust. Svona mætti halda lengi áfram.
Draumar mannkynsins eru að rætast með undursamleg-
um og dásamlegum hætti.
Stórfeldasti draumur mannkynsins hefir altaf ver-
ið sambandið við guðdóminn og önnur tilverusvið.
Draumurinn hefir stundum verið hrottalegur og skugga-
legur, eins og í göldrunum og djöflatrúnni. En að lang-
mestu leyti hefir hann verið fagur og yndislegur í trú-
arbrögðum mannanna. Miljónir manna hafa nú fengið
sannanir, sem þeim duga, fyrir því, að draumurinn sé að
rætast á óvæntan og afskaplega merkilegan hátt. Eng-
inn maður hefir svo magnað ímyndunarafl, að hann geti
spáð í eyðurnar um afleiðingarnar af þeirri dásemd.