Morgunn


Morgunn - 01.12.1929, Side 80

Morgunn - 01.12.1929, Side 80
206 M 0 RGUNN þér nokkuð áhrærandi ættmenni þín, sem eg hefði átt að segja þér fyrir mörgum árum. Guð gefi, að eg hafi nú nógan styrk til þess að bæta úr þessu. Koddum var haldið utan að honum og honum veitti mjög örðugt að tala. En hann sagði mér, eins hratt og hann gat, margt, sem eg hafði ekki vitað. „Skjöl, sem eru þér mjög dýrmæt, eru hjá mála- færslumönnum í London“, sagði hann og tók andköf. Þú verður að ná þessum skjölum svo fljótt sem mögulegt er. Á þessu augnabliki get eg ekki komið fyrir mig nafni og húsnúmeri firmans. Lyftið þið höfðinu á mér ofurlítið upp; opnið þið gluggann, látið mig fá meira loft, það getur verið, að eg geti farið að muna þetta aftur. Elsku drengur minn, fyrirgefðu mér. Það er um mig eins og marga aðra, mér hefir láðst að gera það sem eg hefi átt að gera, þangað til það er orðið of seint. Áreynslan varð of mikil. Efri partur líkamans varð afllaus — tungan reyndi að tala en ekkert hljóð kom. Fjórar klukkustundir voru augun enn lifandi og störðu á mig, en í dögun var öllu lokið, og hann fór yfir um með leyndarmál sitt. Eg átti mjög annríkt. Eg hafði engan tíma til að vera í vondu skapi út af gömlum skjölum. Eg hafði alt af verið forlagatrúarmaður — „ef þau eru glötuð þá eru þau glötuð“ — annað hugsaði eg ekki um þau. Auk þess hirða æskumenn lítið um mygluð skjöl og kröfur dauðra manna. Eftir fáar vikur var eg kominn aftur til Ameríku og hugsaði ekkert frekara um þau. Þrem árum síðar var eg kominn aftur til Englands. Eg var þá einn sumardag síðdegis staddur á járnbraut- arstöð í útjöðrum Lundúnaborgar og var að bíða eftir nokkurum vinum mínum, sem væntanlegir voru sunnan úr löndum. Frétt var nýkomin um það, að járnbrautar- lestin, sem eg átti von á, hefði tafist, og að menn mundu verða að bíða eftir henni fullar þrjár klukkustundir. Þetta var ömurleg undirborgarstöð og rigningar- veður þennan sunnudag. Enginn bókasöluklefi var op-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.