Morgunn


Morgunn - 01.12.1929, Síða 81

Morgunn - 01.12.1929, Síða 81
MORGUNN 207 inn, ekki unt að fá neitt blað, ekkert var að gera, ann- að en sitja í biðsalnum og sparka með hælunum þrjár langar klukkustundir. Eg svipaðist um eftir einhverju snifsi af lesmáli, til þess að stytta mér stundir. Eg hefði öllu orðið feginn. Alt í einu kom eg auga á eitthvað, sem líktist blaði, í einu horninu; og eg þreif það taf arlaust. Eg fór að hlæja, þegar eg rakti það sundur — að hugsa sér að nokkur skuli lesa slíkt rugl, sagði eg við sjálfan mig — en innan skamms var eg farinn að líta yfir það og lesa það sjálfur. Svo vildi til, að þetta var blað, sem kallað er Light og er málgagn spiritista í Englandi. Innan um auglýsingar um fundi, sem halda átti einmitt þennan sunnudag síðdegis í þessari leiðin- legu litlu undirborg, þar sem eg sat fastur, var tilkynt að klukkan 4 ætlaði blindi miðillinn Cecil Husk að halda líkamningafund í húsi sínu, rétt við járnbrautarstöðina, ,,Það væri skemtun að þessu“, hugsaði eg með mér. „Eg get eins vel skroppið þangað og séð, hvað þetta fólk er að gera, eins og beðið hér á stöðinni þrjár klukku- stundir“. Eg fékk lögreglumann til þess að vísa mér á húsið, hringdi bjöllunni, setti á mig svo mikinn auð- mýktarsvip, sem jeg gat, og beið eftir því, hvort mér yrði hleypt inn. Góðleg, roskin kona lauk upp hurðinni. ,,Eg sé í þessu blaði“, sagði eg og sýndi henni blaðið, sem eg hélt á, ,,að Mr. Husk heldur fund kl. 4. Eg kem nokkurum mínútum of seint, en mér þætti vænt um að mega vera á fundinum“. Hún brosti vingjarnlega og mælti: „Við vorum rétt að byrja, en það er eftir sæti fyrir einn mann. Gerið þér svo vel að koma inn. Eg skildi frakkann og hattinn eftir í forstofunni, og fór með henni inn í herbergi, þar sem var fremur dauf skíma. Þá settist eg niður í hring af fólki, og bað í fám orðum velvirðingar á því, að eg hefði komið nokk- urum mínútum of seint.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.