Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 83
M 0 R G U N N
209
hugsaði ekki um neitt annað en reyna að komast að því,
hvernig þetta gæti verið gert, en mig furðaði á því, að
þeir skyldu geta gert þetta svona dásamlega líkt honum.
Eg horfði beint inn í augun á vofunni, en í mínum
augum var engin kveðja. Fyrir mér vakti ekkert annað
en þetta: ,,Eg ætla ekki að láta ginna mig eins og
þurs“, svo að eg sagði upphátt: ,,Eg veit ekki hvaða
andlit þetta er beint á móti mér — það hlýtur að eiga
erindi við einhvem annan“.
Meðan jeg sagði þetta hvarf andlitið. Greinilega
heyrðist í herberginu hálfgert gráthljóð eða stuna. Eg
hallaði mér aftur í stólinn og var einstaklega ánægður
við sjálfan mig. En ánægjan hélst ekki lengi. Rétt við
kinnina á mér hvíslaði eitthvað: „Drengurinn minn, eg
á ekki erindi við neinn annan en þig“.
Maðurinn, sem næstur mér sat — síðar fékk eg að
vita, að það var Sir Wm. Vavasseur — sagði þá: ,,Ein-
hver var að ávarpa yður. Heyrðuð þér, hvað þeir
sögðu?“
„Nei“, svaraði eg. „Jeg heyrði það ekki“. Af því að
svo skuggsýnt var f herberginu, sáu hinir ekki reiðiroð-
ann á andliti mínu, sem stafaði af þessari lygi, sem
sloppið hafði út af vörum mínum. Mig Iangaði til að
komast út úr herberginu og eg sagði: „Hvað er búist
við, að þessi fundur standi lengi? Þá var eins og vofan
væri ráðin í því að gera eina tilraunina enn; hún mynd-
aðist aftur, og var nú enn skýrari en áður. Hver dráttur
í andlitinu varð sýnilegur. Höfuðið, alt niður að herðun-
um, var svo fast mótað, að það var furðulegt. Faðir minn
hafði haft miklar, svartar augabrúnir, og þær hnykluð-
ust nú svo einbeittlega og af svo miklum viljakrafti, að
slíkt hafði ekki komið fram á andliti hans nema þegar
hann var að neyta allrar orku.
Hann hafði líka einkennilegan hvítan blett á nef-
inu, sem orsakast hafði af slysi. Þessi blettur sást nú
skýrt og greinilega, þegar andlitið færðist enn nær mér.
14