Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 85
MORGUNN
211
okkar héimi. Eg sé hana ekki nema við og við, því að
við eigum ekki sömu áhugamálin. En eg má ekki eyða
tímanúm, eg verð að komast aftur að því, sem eg hvarf
frá, þegar eg var að deyja. Þú manst það, drengur minn,
að á þeirri úrslitastund, þegar eg var að reyna að muna
staðinn þar sem skjölin þín eru, þá urðu talfæri mín
máttlaus og eg gat ekki talað.
Hvað eg hefi alt af síðan þráð þetta tækifæri — mér
finst þetta vera óratími. Hvað eg hefi ásakað sjálfan
mig fyrir að láta það dragast úr hömlu, sem eg átti að
gera, þangað til það var orðið of seint, en guði sé lof,
að nú get eg sagt þér þetta. Hlustaðu vandlega — það
getur verið, að mér verði um megn að taka það upp
aftur, sem eg.vil segja. Farðu í mjótt stræti nálægt
kirkju á Strandgötunni---eg get ekki munað nafnið á
strætinu; það eru liðin 50 ár síðan eg kom þangað. Leit-
aðu virtstra megin að látúnsplötu. Á henni stendur
Davis og Sonur, Málafærslumenn.
Þeir hafa þessi skjöl, taktu þau með þér. Fyrirgefðu
mér drengur minn, að eg skuli hafa vanrækt þetta
svona. Eg get ekki sagt meira nú. Eg hefi eytt miklum
tíma, og hér eru aðrir, sem er ant um að koma skeyt-
um til vina sinna. Gerðu svo vel að þakka fólkinu hér
fyrir það, hvað það hefir hjálpað mér með samúð sinni“.
„Hvernig vissirðu það, pabbi, að eg mundi koma
hingað?“ spurði eg.
„Eg vissi það ekki. En síðan eg dó, hefir mig langað
til að segja þér það, sem eg gat ekki sagt þér á bana-
sænginni. Já, mig hefir langað, drengur minn — og eg
hefi líka beðið. Menn eru bænheyrðir hér, alveg eins
og oft gerist á jörðunni. Einhvernveginn drógst eg hing-
að í kvöld, eg veit ekki hvernig. Mér finst eg hafa farið
eftir ljósgeisla, og andlitið á ])ér var við endann á ])eim
geisla. Meira veit eg ekki.“
„Pabbi“, sagði eg, „eg ætla að koma hingað á hverju
kvöldi, ef þú vilt aðeins tala við mig aftur.“
14*