Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 87
MORGUNN
213
þurkað út af margra ára fægingu þvottakonunnar. Á
henni voru orðin: „Davis og Sonur, málafærslumenn, 4.
gólfi“.
Eg þreifaði mig áfram upp marrandi timburstiga,
ýtti upp hurð, því næst annari fyrir innan, og stóð
andspænis gömlum uppþornuðum karli í óhreinu, illa
lýstu herbergi. Hann sat við borð með haugum af skjöl-
um, sem fest voru saman með rauðum bendlum.
Þegar eg hafði náð andanum, ávarpaði eg hann og
sagði honum, hvað eg héti. ,,Mér skilst svo, sem í yðar
vörzlum séu skjöl, sem heyra fjölskyldu minni til —
þess vegna kom eg hingað“, sagði eg.
„Hvað sögðuð þér að nafnið væri?“
Eg endurtók það.
„Hefi aldrei heyrt þetta nafn fyr“, sagði hann
nöldrandi. „Þér hljótið að hafa vilst“. Hann sagði ekki
nokkurt orð annað, og sneri sér aftur að skjölum sínum.
Eg var ráðalaus. Eg vissi ekkert, hvað eg átti að
gera, en rétt í því bili, sem eg sneri mér við til að fara,
kom gamall, skjögrandi skrifstofumaður fram úr her-
bergi, sem var þar inn af.
,,Becker“, hrópaði maðurinn við borðið, „hafið þér
nokkurn tíma heyrt þetta nafn? Þessi herra segir, að
við höfum skjöl, sem heyri þessu nafni til. Eg hefi aldrei
heyrt það“.
Becker sneri litlum augunum að mér, leitaði í
heila sínum augnablik og sagði svo mjög alvarlega: „Ef
þér hefðuð lagt þessa spurningu fyrir mig í síðustu viku,
þá mundi eg hafa sagt nei; en fyrir fáeinum dögum
var eg að hreinsa kjallarann af gömlum skjölum, sem
þér tókuð við með viðskiftum firmans Davis og Sonur, og
eg man, að eg rakst þá á þetta nafn.
„Við leitum þá; komið þér aftur eftir fáeina daga“,
sagði maðurinn við borðið og leit upp.
„Munduð þér ekki vilja gera svo vel að athuga
])etta nú?“ sagði eg auðmjúkur.
„Ómögulegt. Komið þér aftur eftir viku“.