Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 88
214
MORGUNN
Eg fór út að stiganum og beið þar, en vissi naum-
ast eftir hverju.
Mér til mikillar furðu kom Becker, gamli skrif-
stofumaðurinn, fram og sagði lágt: „Liggur yður mikið
á að fá þau? Sé svo, ætla eg að reyna að finna þau.“
„Þér fáið fimm pund fyrir það, ef þér finnið þau,“
sagði eg.
„Fimm pund“, sagði hann hægt. Þá sagði hann það
aftur. Og hann tautaði fyrir munni sér „fimm pund“
ofan alla stigana, og benti mér að koma með sér,
Eg ætla ekki að fjölyrða um þetta frekar, að eins
láta þess getið, að eftir hálfrar stundar leit fundum við
skjölin, sem vantað hafði um mörg ár. Eg fór heim til
mín með þau svo fljótt, sem mér var unt, og eg held
ekki, að menn geti furðað sig á því, að eftir slíka reynslu
trúi eg því að skeyti geti komið frá öðrum heimi.
Hvort sem það er nú rétt eða rangt, þá hefi eg
aldrei verið í neinu spíritista-félagi, né í neinum trúar-
flokki, sem fæst við sálræn efni. Eg hefi haldið sjálf-
stæði mínu og hefi ekki nein mál að flytja, né heldur
vakir fyrir mér að ýta áfram neinni trúarhreyfingu. En
frá því er þetta gerðist, 1899, hefi eg orðið fyrir óvenju-
legri reynslu í slíkum efnum, og nú fyrst er það, að eg
held, að það sé skylda mín að skýra almenningi frá því,
sem þessi bók flytur.