Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 90
216
M O R GU N N
Höf. minnist líka nokkuð á reynslu annara manna.
Meðal annars segir hann svo frá:
„Eg er kunnugur ungri frú, sem um tvö ár varði
nokkurum kvöldum á hverri viku til þess að reyna að fá
samband; en ekkert gerðist. Hún misti kjarkinn og var
að því komin að hætta við þetta. En aðrir hvöttu hana
til að halda áfram, og meðal þeirra var eg. Nú er hún
öflugt verkfæri fyrir menn í öðrum heimi. í návist henn-
ar tala tvær og stundum þrjár verur í einu glögt og
greinilega, og meðan þær eru að tala við aðra, sem við-
staddir eru, heldur miðillinn uppi samræðu við enn einn
fundarmann. Eiginmaður þessarar konu er ágætis mað-
ur, og um tíma var hann gramur út af tilraunum hennar
og alveg vantrúaður á þær. Nú kann hann því ekkert
vel, að hann sé mintur á fyrri afstöðu sína til málsins.
Mjög nýlega sagði hann mér, að mestu ánægjustundir
sínar væru þær, er hann talaði við móður sína fyrir mið-
ilshæfileika konu sinnar. Eitt kvöld á viku opna þessi
vingjarnlegu hjón heimili sitt fyrir vinum sínum og vin-
um vina sinna, og á þessum smásamkomum lýsa margir,
sem áður hafa lifað á jörðunni, blessun sinni yfir þeim,
sem viðstaddir eru og ást sinni á þeim. Meiri gleði er
þarna þjappað saman á einni klukkustund en nokkur
kirkja hefir fært mönnunum frá því hún varð til. Og
þeir kalla þetta ófögnuð, þessir kreddumenn, er mundu
banna alt, sem ekki er lagað eftir þeirra þröngu kredd-
um — ef þeir hefðu mátt til þess“.
Auk ýmissa annara merkilegra atriða bókarinnar,
er þar skýrt frá einkar dásamlegum líkamningafyrir-
brigðum, sem höfundurinn hefir fengið á heimili sínu,
en með utanheimilismiðli. Meðal annara, sem þektust,
kom þar sonur hans líkamaður, og skoraði hlæjandi
á foreldra sína að skoða sig sem allra-nákvæmast, svo
að ]>au gætu gengið úr skugga um, hver þar væri kominn.
Hvað eftir annað spurði hann um, hvort þau gætu séð
húfuna, sem hann hefði á höfðinu. Þessi húfa var ná-
kvæmlega eins og húfan, sem pilturinn hafði notað síð-