Morgunn - 01.12.1929, Side 92
218
MORGUNN
inni. Hún skyldi ekki vera neitt hrædd við þetta fólk,
sem hún sæi. Það vildi ekki annað gera en hjálpa henni
og vernda hana. Samt var hún ekki fyllilega ánægð
með þessa gestakomu. Hún fann kulda niður eftir bak-
inu hvert skifti, sem þögulu gestirnir komu til hennar.
En hún fór samviskusamlega að ráðum föður sins að því
leyti, að hún gat ekki um gestina við nokkurn mann.
Þegar hún var 11 ára, varð mikil breyting. Þá
slepti hún því við skólasystur sínar, að hún sæi þetta
fólk. Alt komst í uppnám. Kennarinn, sem var kona,
er síðar fór sem trúboði til Suður-Afríku, lét rannsókn
fara fram og fór með litlu stúlkuna sem glæpamann.
í hennar augum var það hættuleg synd og glæpur að
sjá verur, sem flestum mönnum eru ósýnilegar. Kenn-
arar fóru að leggja fæð á hana, skólastúlkurnar þorðu
ekki að leika sér með henni og henni fanst sér útskúfað
sem einhverri hreinsun veraldar.
Þetta varð til þess, að hún tók að berjast gegn þess-
um sýnum, vinna að því af alefli að hún sæi þær ekki.
Og henni tókst það um nokkur ár. En þá flutti hæfileik-
inn sig yfir á annað svið. Með henni fór að þroskast
fádæma sterk fjarhrifa- og spádómsgáfa. Hún varð
fyrir sömu reynslu eins og Sókrates að því leyti, að hún
var vöruð við því, er mótdrægt kæmi fram við hana. Og
aldrei brást það, að viðvörunin væri rétt. Og hún vissi
hugsanir annara manna, svo að stundum var það henni
til kvalar. Og út frá þessu fór hún að hverfa frá þeirri
sannfæring, að framliðnir menn væru með nokkrum hætti
riðnir við þá dularfulluu atburði, sem mennina henda.
Þá sannfæring öðlaðist hún síðar, sumpart fyrir
sínar eigin sálrænu gáfur, en einkum vegna þess, að hún
kom á fund hjá pólska miðlinum Klusky. Fyrirbrigðin
hjá honum tóku af allan vafa.
Bókin er rituð af vísindalegu hugarfari og er
ágæt, það sem hún nær.