Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 93
MOEGUNN
219
Hjá líkamningamiðlum.
Eftir R. Uout Peters.
Af því að eg er sjálfur miðill, hefir margt komið fyrir
mig hjá líkamningamiðlum, sem menn eiga ekki alment
kost á að fá. Eg hefi fengið aðgang að sambandsfundum,
5em ekki hafa nema fáir menn fengið að vera á.
Fyrsti miðillinn, sem eg var á fundi hjá, var Mr. Husk.
Florence Marryat hefir skrifað mikið um hann í tveimur
bókum sínum um spíritismann: »There is no death« (Eng-
inn dauði er til) og »The Spirit World« (Heimur andanna).
Árið 1898 bauð kunningi minn mér á fund hjá Mr. Husk,
og þá þekti almenningur manna í London mig ekki. Eg er
þess fullvís, að Mr. Husk hafði aldrei heyrt mig nefndan á
nafn. Hann bjó í litlu húsi rétt fyrir utan London. Kona
hans tók á móti okkur, mjög ljúf og móðurleg kona. Hús-
búnaður var einfaldur. Þá var farið með okkur úr stof-
unni, sem við höfðum fyrst komið inn í, og inn í sam-
bandsfunda-herbergið. Það var aftan til í húsinu, og í því
var ekkert annað en borð og nokkurir stólar, en engar
myndir. Brúnn pappír hafði verið límdur yfir gluggarúð-
urnar, til þess að byrgja úti dagsljósið, en ljós var í her-
berginu frá einu kerti. Við vorum kynt Mr. Husk, sem var
blindur, og þá settumst við umhverfis borðið. Mrs. Husk
sat við hægri hlið miðilsins og kona sat vinstra megin við
hann. Okkur var þá sagt að halda saman höndum, og að
rjúfa ekki hringinn, og því næst slökti Mrs. Husk á kert-
inu. Við fórum þá að syngja, og Mr. Husk fór i djúpt sam-
bandsástand. Ljós birtust, og rödd heyrðist, sem blessaði
yfir okkur; hún var sögð vera rödd Newmans kardínála.
Þá komu tvær mismunandi andaraddir, sem kendar voru
við »Föðurbróður« og »Christoffer«. Þær sögðu ekkert sér-
stakt, að mér fanst, og þetta voru aðeins starfsmenn í
hringnum. Bráðlegi kom mjög djúp, hljómmikil bassarödd