Morgunn - 01.12.1929, Page 97
M O K G U N N
223
skifta um sæti, og að sitja svo nærri miðlinum, sem eg
gæti. Næst gerðist kynlegt fyrirbrigði, og eg hefi aldrei
séð það fyr né siðar. Utan á tjöldunum, ekki í opinu,
birtist þokuský, sem þéttist bráðlega, og þarna frammi fyr-
ir okkur myndaðist hcegri handleggur og hönd af konu,
frá olboganum. Þessi hönd var svo þétt, að eg gat snortið
hana og tekið í hana. Hún hvarf mjög bráðlega. Þá var
kvenfæti stungið út milli tjaldanna, og röddin sagði okkur
á frönsku, að framliðnu mennirnir væru að gera alt, sem
þeír gætu, undir þessum vondu skilyrðum.
Okkur brá nokkuð við það, að Mrs. Corner, sem var
ekki í sambandsástandi, rak upp skellihlátur. Við spurðum,
að hverju hún væri að hlæja, og hún sagði okkur, að
frammi fyrir henni væri andlit af litlum, gömlum, skeggjuð-
um manni, og andlitið væri svo líkt apa.
Mjög bráðlega lukust tjöldin aftur upp og andlitið á
stjórnanda mínum og andavini, Moonstone, birtist i opinu,
sama andlitið, sem hafði komið líkamað hjá Mr. Husk, en
aðeins miklu minna, ekki stærra en apaandlit. Þá kom Mrs.
Corner út úr byrginu til þess að hvila sig, og hreinu lofti
var hleypt inn i stofuna. Eftir fáar mínútur fór hún aftur
inn í byrgið, og studdi sig þá fremur þunglamalega við
Mr. Boddington, mikið þektan mann á Englandi, sem var
fyrir utan byrgið. Á þessum hluta fundarins var hún ekki
bundin, en við sáum öll líkama hennar hallast upp að Mr.
Boddington. Þá voru tjöldin flutt til og milli þeirra stóð
Moonstone fullkomlega líkamaður. Hann heilsaði mér með
tveim orðum: »Medi (stytting af medium), sjáðu.« Eg hvísl-
aði, nokkuð greinilega: »Moonstone,« og þá hvarf hann.
Allir í hringnum höfðu heyrt getið um Moonstone og
vildu fá að sjá hann. Hann birtist þá aftur.
Með því var fundinum lokið, og með þessu var byrj-
aður kunningsskapur okkar Mrs. Corner. Við fengum að
vita, að hún átti heima mjög nálægt Mrs. Davis, og nú
hófst vinátta, sem hélzt þangað til Mrs. Corner andaðist.
Annar fundur minn með Mrs. Corner var haldinn að
heimili hennar í Battersea-rise, sem er partur af suðvestur-