Morgunn - 01.12.1929, Page 101
M 0 K G U N N
227
sig eins og þeir voru í líkamanum. Útfrymið er þá tekið
og steypt eins og vax yfir andlitið og þann part af lík-
amanum, sem á að líkama. í þetta skifti sá eg það, sem
við köllum slæður, áður en líkaminn hafði verið likamaður.
Annað skifti var Mary fyrir utan byrgið og var að
tala við Mrs. Davis, en við tókum eftir því, að líkamning-
urinn var mjög skyndilega að minka, fæturnir voru alveg
horfnir og aðeins bolurinn var líkamaður og höfuðið. Mrs.
Davis vakti athygli Mary á þessu, því að hún virtist ekki
vita af því. Hún smeygði sér aftur fyrir tjaldið og eftir eitt
eða tvö augnablik kom hún aftur og sýndi okkur ljómandi
fallega fótleggi og fætur. Mary var aldrei í stígvélum eða
sokkum og fætur hennar voru yndislega vel lagaðir.
Enn eitt skifti sagði einn af stjórnendum mínum, sem
er írsk kona, að hún ætlaði að reyna að líkama sig. Tjöld-
in opnuðust og ofurlítil vera kom út og stóð frammi fyrir
okkur. í fyrstu héldum við, að þetta væri barn, en svo
fóruin við að sjá, að þetta var blátt áfram höfuð og bolur
af konu með mjög ákveðið írskt andlitsfall, en viljakraftur
hennar var ekki nógu mikill til þess að hún gæti líkamast.
Við sáum Iikamninginn eins og bráðna skyndilega fyrir
augum okkar, alla andlitsdrættina renna saman, líkt og
smjörstykki bráðnar í sólarljósi eða af sterkum eldhita. Þá
var stungið karlmannshendi og handlegg, al-líkömuðum, út
á milli tjaldanna, og höndin þreif þennan massa af útfrymi
og dró hann skyndilega inn í byrgið.
Mrs. Corner skildi ekki sína eigin miðilsgáfu, né það
sem gerðist kringum hana. Eitt skifti sat hún þannig í
byrginu, að tjöldin höfðu ekki verið dregin fyrir, og var
að rabba við okkur. Við sáum þá koma út úr síðunni á
henni efni, sem liktist gufu eða reyk. Það kom út mjög
hratt og þyrlaðist áfram, uns það rann úr keltunni á henni
ofan á gólfið. Þá kom hönd út úr dimmunni og dró tjöld-
in fyrir. Þetta gerðist oftar en einu sinni. En það gerðist
aldrei nema þegar fólkið í hringnum var mjög vingjarnlegt.
Eg ætla nú að segja frá góðri sönnun, sem eg fékk
eitt skiftið. Eg hafði sarnið um fund hjá Mr. Husk. Nokk-
15*