Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 102
228
MORGUNN
urir af fundarmönnum komu frá austurhluta Lundúna, en
sumir úr mínu eigin húsi. Okkar flokkur tafðist, og við
komum nokkuð seint til Mr. Husk. Við fórum öll heldur
skyndilega beint inn í fundarherbergið. Mr. Husk beið okk-
ar þar, og menn voru ekkert kyntir hvorir öðrum. Fundur-
inn byrjaði eins og vant var. Mrs. og Miss Corner voru í
hringnum og Mr. Husk þekti þær ekki. »Föðurbróðir« og
Christoffer komu til þeirra og Christoffer sagði: »Við ætl-
um ekki að tala við ykkur. Annar kemur, sem þekkir ykk-
ur betur.«
Þá kom John King, fór beint til Mrs. Corner og heils-
aði henni með þessum orðum:
»Gott kvöld Flory, barnið mitt. Katie biður ástsamlega
að heilsa þér.«
Katie King, dóttir John Kings, var framliðna stúlkan,
sem hafði líkamað sig á heimili Sir Williams Crookes mörg-
um árum áður fyrir miðilshæfileika Mrs. Corner. Hann
minti þá Mrs. Corner á stórmerkilegan sambandsfund, sem
haldinn hafði verið mörgum árum áður.
Svo hafði staðið á, að kona, sem hét Mrs. Macdougall
Gregory hafði safnað saman öllum líkamningamiðlum í
London. Þá voru þar um 6 slíkir miðlar — og kunna að
hafa verið fleiri. Þegar fundurinn var nýbyrjaður, gerði
John King vart við sig og sagði með sjálfstæðri rödd:
»í guðs bænum, slítið þið fundinum og látið þið miðl-
ana skilja, því að krafturinn er svo afskaplegur. Dökku
verurnar eru að nota kraftinn og stórskemma garðinn ykkar.«
Mrs. Corner sagði mér þessa sögu síðar. Garðurinn
leit út eins og farið hefði yfir hann stormviðri. Blóm og
runnar voru rifin upp með rótum. Um þetta atvik vissu
ekki aðrir en eldri spíritistarnir, en John King gerði vart
við sig og minti nú Mrs. Corner á þetta. Mr. Husk var
blindur. Engin orð fóru á milli Mr. og Mrs. Husk, sem all-
ir heyrðu ekki, á undan fundinum, því að hann var í fundar-
herberginu, og eg talaði fáeinar mínútur við Mrs. Husk til
þess að greiða henni gjaldið og biðja hana velvirðingar á
því, hvað seint við komum. Eg gerði mér það að fastri