Morgunn - 01.12.1929, Blaðsíða 104
230
MORGUNN
Ritstjóra-rabb ÍTlorguns
um hitt og þetta
„ , , Hið nýja þjoðmalarit »Stefmr« flytur stutta
trúarlífinu? ritgjörð eftir einn af merkustu predikurum
Englands, R. J. Campbell, »Hvað gengur
að trúarlífinu«, og sýnir rneð því, að það muni ekki ætla
að láta sig andlegu málin engu skifta. Það er vel farið,
þar sem ritið er í höndum manns, sem er jafn-frjálslyndur
og víðsýnn í trúarefnum eins og prófessor Magnús Jóns-
son. Höf. greinarinnar lýsir andlega ástandinu meðal ann-
ars á þessa leið:
»Það er ekki til nokkurs hlutar að ætla að bera á móti
því, að vísindin hafa tekið andlega blæinn af allri lífsskoð-
un okkar. Þau hafa fengið okkur í hendur tæki, sem við
erum of óþroskaðir til þess að fara með. Og síðast en ekki
sízt hafa þau nú einhvernveginn orðið þess valdandi, að
mennirnir miða alt við jarðnesk gæði. Verklegu framfarirnar
og vísindin eru samborin systkini, en verklegu framfarirnar
hafa hnýtt hugina við þessa jörð, og vanið menn á að
skoða þennan heim og hans gæði sem takmark, í stað þess
að líta á hann sem skóla mannssálarinnar. Bertrand Russell
leggur mikla áherzlu á það, að þjóðfélögin séu að komast
lengra og lengra í guðleysi. Inge prófastur hefir veitt þessu
sama eftirtekt, en kallar það »skeytingarleysi«. Hugur manna
er allur við kaupsýslu og verklegar framkvæmdir, segir
hann, en menn eru hættir að hugsa um guð«.
Sömuleiðis segir höf., að þegar litið sé
frá kristindóminum, sé engin rödd, er
færi neitt annað en örvænting. »Þetta
á heima um alla hina miklu menn bókmentanna með sár-
fáum undantekningum. Þetta á við George Meredith og
Thomas Hardy. Þetta á við um Bernard Shaw og alla þá,
sem honum reyna að líkjast. Hvað bjóða þeir okkur? Enga
Hinir miklu menn
bókmentanna.