Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 105
M 0 R G U N N
231
útsýn aðra en skammvint strit og stríð og svo endalausa
kyrð grafarinnar«.
Hvaðan er breyt- Mikilsvert hefði það verið, ef höf. hefði
ingarinnar að gert fyllri grein en hann gerir fyrir því,
vænta? hvernig hann hugsar sér, að lagfæring
geti komist á þá viðsjárverðu lífsskoðun, sem hann telur
— og í því efni hefir hann vafalaust rétt að mæla — að
ríki í veröldinni. Honum finst það »óhugsandi, að maður-
inn geti unað við þessa dapurlegu lífsskoðun, maðurinn,
sem er gæddur þessum undraverðu hæfileikum og tak-
markalausu löngunum«. Og merkilegasta atriðið í greininni
er þetta: Hvaðan væntir hann breytingarinnar? Hann á
auðsjáanlega ekki von á henni frá neinni vakningu eða
æsingu á sviði trúarlífsins. Að minsta kosti minnist hann
ekki á það einu orði. Hann á von á henni frá visindunum.
»Vísindin verða að breyta um svip,« segir hann, »og þá
breytist útsýnin yfir mannlífið«. Hann skilur það, þessi
stórgáfaði prédikari, að það er með þekkingunni — og
þekkingunni einni — að unt er að komast að hugum alls
þorra nútíðarmanna.
_ , „ »Skyldi ekki fara svo, að straumhvörf
Straumhvorfin. ,. .. , , . , . . ,
verði og allur straumþunginn stefm að
óbifanlegri trú á það, sem er eilíft og varanlegt?« segir
höf. ennfremur. »Og skyldi þá ekki fara svo, að mennirnir
veldi sér hann að foringja, sem um aldaraðir hefir verið
ljós heimsins?«
Það er nákvæmlega þessi straumhvörf, sem eru að
gerast, þó að hægt fari — og reyndar finst sumum þau
fara alt annað en hægt. Vafalaust er Campbell presti vel
kunnugt um það, þó að hann segi ekki meira, því að hvað
eftir annað hefir hann tekið svari sálarrannsóknanna og
hinnar dulrænu reynslu. Og ekki er sjáanlegt að nein grein
þeirra vísinda, sem enn hafa opnast fyrir mönnunum, önn-
ur en sú þekking, er með sálarrannsóknunum hefir fengist,
geti valdið þeim straumhvörfum, sem Mr. Campbell á von á.