Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 110
236
M 0 R GU N N
Slik skeyti koma
við og við.
bandinu og gaf sig fram. Hann hagaði sér þar eins og hon-
um var eiginlegt. Og hann sagðist vera kominn inn í ann-
an heim og skýrði nokkuð frá andláti sínu og frá lífi sínu
í Canada áður en hann lézt. Hann nefndi nöfn á skyld-
mennum þeirra og kom með önnur sannana-atriði. Það,
sem hann kom með, var alveg eins sannfærandi eins og
það, sem foreldrar hans höfðu sagt.
En nú kemur það kynlega fyrir, að konan hittir bróð-
ur sinn í Canada, lifandi og heilan heilsu. Eðlilega þykir
henni þetta í meira lagi furðulegt, því að hún hafði aldrei
heyrt getið um neitt líkt þessu, og henni finst helzt, að
þetta kunni að standa í einhverju sambandi við það, að
bróðir hennar er skygn og að komið hafa fram hjá honum
fleiri merki dularhæfileika.
Sannleikurinn er sá, að slík skeyti frá
lifandi mönnum eru við og við að koma
jafnhliða skeytum frá framliðnum mönn-
um. Ekki þarf annað en minna á söguna, sem síra Har.
Níelsson sagði í bókinni »Kirkjan og ódauðleikasannanirn-
ar«, um danska manninn, sem sannaði sig furðu vel á til-
raunafundi hér í Reykjavík, en var þá á lífi heima hjá sér
i Danmörk. Hann var aðeins það skýrari en þessi Canada-
maður, að hann þverneitaði því, að hann væri dáinn.
Athugasemd Ritstjóri blaðsins Light, sem er einn af
ritstjóra blaðsins þeim mönnum, er allra-fróðastir eru um
Light. sálarrannsóknir, bætir eftirfarandi at-
hugasemd við þessa frásögn konunnar: »Hvernig á að
skýra þetta? Það er ekki ljóst — það heyrir til leyndar-
dómum, sem fólgnir eru í persónuleik mannsins. Jafnvel
vinir vorir hinumegin geta ekki skýrt þetta, þó að sumir
þeirra, sem hafa jafn-mikinn áhuga á sálrænum efnum þar
eins og þeir höfðu hér, séu að rannsaka málið. Venjuleg-
ast verða þeir að láta við það sitja, að koma með bend-
ingar og tilgátur, en þeir vita um nokkurar staðreyndir
fyrir athuganir sjálfra sín. Ein af þeim staðreyndum er sú,
að það ber við, að framliðnir menn hitti þeirra megin
menn, sem að ytra útliti eru eins og þeir væru framliðnir,