Morgunn - 01.12.1929, Síða 111
MOBtíUNN
237
■en eiga enn heima á jörðunni. Meðan þeir eru þeim meg-
in, halda þeir, að þeir séu andar, hafa jafnvel talið sér trú
um, að þeir hafi andast með venjulegum hætti. Þetta kann
að koma fyrir, þegar þessir menn eru líkamlega vakandi.
Þeir geta jafnvel verið á gangi á strætum úti, en eru þá
utan við sig. Vafalaust hafa þessir mer.n það, sem nefnt
hefir verið »laus« sál, þ. e. sál þeirra veitir létt að losna
við líkamann og samlagast honum aftur. Þetta kemur eðli-
lega sjaldan fyrir — flestir menn eru fastara bundnir við
líkama sína en svo, að þeir verði sekir um svo kynlegan
flæking!
»Vér látum þessa getið í því skyni, að það verði að
minsta kosti bending í málinu. Nákvæmlega getum vér
ekki um þetta efni ritað. Vér erum enn svo ófróðir. En er
það ekki bersýnilegt, þegar alls er gætt, að sú setning, að
maðurinn sé andi, er meira en orðin tóm? Áreiðanlega er
það sannleikur, og ókleift að gizka á, hve mikið kann að
vera í þeim sannleik fólgið.«
Eg hefi að undanförnu verið að lesa þýzka
»Látnir Iifa.« b^k, sem heitir »Látnir lifa« (Die Toten
leben). Hún er í þrem bindum og 1. bindið kom út á ó-
friðarárunum. Höf. heitir Hinrich Ohlhaver og er verkfræð-
ingur, merkur uppfundningamaður og mikill kaupsýslu-
maður í Hamborg. Fyrsta bindið er um reynslu hans í sálar-
rannsóknum. Hann var svo heppinn að ná í óvenjulega
mikinn og fjölhæfan miðil, fékk margvísleg og stórmerki-
leg fyrirbrigði, og sannfærðist um samband við annan heim.
í öðru bindinu skýrir hann frá því, hvernig honum gekk
með þetta fyrsta bindi og hér fer á eftir ofurlítið ágrip af
þeirri sögu hans. Hún er merkilegt dæmi þess, hve sálar-
rannsóknir og spíritismi hafa átt örðugt uppdráttar í sum-
um löndum.
Þegar þetta fyrsta bindi var fullprentað,
ritdómar1 sendi kostnaðarmaðurinn út mikið af aug-
lýsingum um það. Nokkurum dögum síð-
ar komu langir ritdómar um bókina í eitthvaö 20 blöðum.
Bókinni var borin sagan hið versta. Fullyrt var, að allar