Morgunn - 01.12.1929, Qupperneq 112
238
MORGUNN
Klerkarnir.
frásagnir í henni væru ósannar, og að atburðir þeir, sem
þar væri frá skýrt, væru ekkert annað en svik og blekk-
ingar. Þegar þessir ritdómar komu út, hafði kostnaðarmað-
ur ekki látið nokkurt eintak frá sér fara, og ritdómararnir
gátu ekkert um bókina vitað, annað en það, sem í aug-
lýsingunum hafði staðið.
Höfundurinn tók sér fyrir hendur að rann-
saka, hvernig stæði á þessum furðulegu
ritdómum. Rannsóknin leiddi í ljós, að blaðamennirnir höfðu
verið keyptir til þessa af kirkjunnar mönnum. Kostnaðar-
maður hafði verið svo barnalegur að gera sér í hugarlund,
að prestunum mundi finnast mikið til um efni bókarinnar,
og hafði sent auglýsingarnar um hana til eitthvað 1000
klerka ýmissa kirkjudeilda. Þeir svöruðu með þessum merki-
legu blaðagreinum.
Auðvitað höfðu svik og blekkingar verið
Hverjir höföu . framrnj hgf5 En þag var ekki höf.,
svikin 1 frammi? , ,,, \ , , , , , _
sem var sökudolgurinn, heldur blaða-
mennirnir, er létu sem þeir hefðu þaullesið bók, sem eng-
inn þeirra hafði séð.
Nú sendi höf. þessum blöðum tilkynning
um það, að hann greiddi þeim manni
100,000 mörk, sem færði sönnur á, að
hann hefði farið með ósannindi i bók sinni. Hann bætti
því við, að auk þeirra votta, sem nefndir væru í bókinni,
væri hann þess albúinn að nefna 100 aðra menn eða fleiri,
sem gætu af eiginni reynslu borið um fyrirbrigðin hjá þeim
miðli, sem hann hafði ritað um. Enginn reyndi að vinna
til þessara verðlauna.
Nú varð raunin sú, að óhróðurinn, sem
um bókina hafði verið ritaður fyrir framv
hafði ekki þau áhrif, sem til var ætlast.
Hann varð að afbragðs auglýsingum um bókina, og hún
rann út.
Tilboðið um 100
þúsund mörk.
Áhrifin önnur en
til var ætlast.
Þá var tekið það ráð að fara þess á leit
Bókin bönnuð. ntskoðendurna, sem störfuðu á ófriðar-
árunum, að bókin yrði gerð upptæk. Þessi krafa var tekin