Morgunn - 01.12.1929, Side 114
240
MORGUNN
að birta í næsta hefti ritsins skýrslu um þessar merkilegu
sannamr.
Sálarrannsóknafélag íslands hefir á síð-
Gestir S. R. F. I. . . . . f .* . . . . ,.
asta missin fengið einkar kærkomna gesti
frá öðrum löndum. Fyrstur kom Florizel v. Reuter, hinn
heimsfrægi fiðluleikari, ásamt móður sinni. Hann flutti er-
indi í Gamla Bíó fyrir almenningi um sálarrannsóknir með
skuggamyndum og varð að endurtaka það, af því að svo
margir komust ekki að fyrra skiftið. Auk þess flutti hann
i S. R. F. í. erindi það, sem prentað er eftir hann í þessu
hefti. Lesendum Morguns er kunnugt um hina sálrænu
hæfileika þeirra mæðginanna. Ýmsir þeirra manna, sem
kyntust þeim hér og í Vestmannaeyjum, fengu að sjá ágæt
sýnishorn þeirra hæfileika. Sumar tilraunirnar, sem þau gerðu
hér, tókust mæta vel og höfðu mikið sannanagildi. —
R. H. Saunders heitir nafnkunnur brezkur sálarrannsókna-
maður og spiritisti, sem kom hingað í ágústmánuði, og
stóð hér við aðeins þrjá daga. Hann flutti einkar hugnæmt
erindi i S. R. F. í. og heimsótti eitthvað 40 sjúklinga. Hann
telur sig standa i sambandi við arabiskan lækni frá mið-
öldunum, sem hafi mikinn áhuga á lækninguin hér á jörð-
unni og hafi fengið ágætan árangur á Englandi og jafnvel
fleiri löndum. Mr. Saunders hefir ritað tvær bækur um það
efni. — Loks er þess að geta, að um það leyti, sem þetta er
ritað, er Mr. A. Vout Peters frá London staddur hér i bæn-
nm, hefir verið fenginn hingað at S. R. F. í. Hann kom
hingað til félagsins fyrir 9 árum. Gengi hans er mikið sem
skygni- og trancemiðils bæði í Englandi og mörgum
öðrum löndum. Og meðal þeirra mörgu, sem borið hafa
vitni á prenti um afburða hæfileika hans í þessa átt, eru
Sir Oliver Lodge, Sir A. Conan Doyle og Mr. Hannen
Swaffer, sem er einn af allrabezt þektu núlifandi blaða-
mönnum Englands. Mr. Peters hefir enn ekki nærri því
lokið starfi sínu hér, þegar þetta er ritað, en alt virðist
benda á, að það ætli að ganga mjög ánægjulega.