Morgunn - 01.12.1945, Blaðsíða 19
M 0 R G U N N
97
Oss finnst það eðlilegt og sjálfsagt, að vér getum geymt í
minningunni myndir hins liðna, getum séð fyrir oss at-
burði, sem gerðust á löngu liðinni tíð, og getum eins og
heyrt aftur orð, sem við oss var talað fyrir tugum ára, og
þó er þetta í rauninni svo furðulegt, að litlu furðulegra
er hitt, að vér skulum geta skynjað með einhverjum hætti
hið ókomna, en að svo getur orðið, þótt sjaldgæft sé, er
þessu erindi mínu ætlað að sýna.
Lífeðlisfræðingurinn heimsfrægi, prófessor Richet,
segir í bók sinni um 30 ára sálarrannsóknarstarf sitt á
þessa leið: „Þegar öllu er á. botninn hvolft, er sú staðreynd,
að menn geta skynjað, með dularfullum hætti, atburði, sem
eru að gerast í fjarlægð, einhversstaðar langt í burtu, svo
furðuleg, að litlu furðulegra er það, að menn skuli geta séð
fyrir atburði, sem enn hafa ekki gerzt en eiga eftir að ger-
ast. A. veit, að B. er að drukkna í sex hundruð mílna fjar-
lægð. Vér höfum enga hugmynd um, hvernig A. veit þetta.
Annað dæmi er það, að A. fullyrðir, að B. muni drukkna á
næsta degi. Sú vitnskja er í rauninni litlu furðulegri. í öll-
um hinum yfirskilvitlegu skynjunum manna eru leyndar-
dómarnir svo djúpir, hið óvitaða svo órannsakanlegt, að
það út af fyrir sig gctur ekki skipt svo ýkja miklu máli
fyrir oss, hvort leyndardómarnir verða eitthvað meiri eða
minni.‘‘
Svo mælir hinn mikli djúphyggjumaður, sem eftir
margra áratuga rannsókn hinna svo nefndu dularfullu
hæfileika mannssálarinnar stendur undrandi andspænis
þeim órannsökuðu furðuheimum, sem í oss mönnum búa,
og furðuheimum þeirrar tilveru, sem vér lifum í. Svo mun
flestum finnast, sem við þessar rannsóknir fást, að skynj-
un hins ókomna, þekkingin á því, sem enn er ekki orðið, sé
eitt hið dularfyllsta og furðulegasta í öllum þessum marg-
háttuðu leyndardómum. Það vantar ekki að margir afneiti
með öllu þessum staðreyndum og telji vera um eintóma til-
viljun að ræða, þegar þeim er sýnt fram á forspár, sem
hafa komið fram. Þeir, sem hafa rannsakað þessa hluti
7