Morgunn - 01.12.1945, Blaðsíða 58
136
MORGUNN
vér gerum, já, frá verum, sem eftir gamalli málvenju eru
nefndar englar.
Eftir þessum leiðum hefir til vor borizt straumar af and-
legri þekkingu, sem oss virðist vera hvorttveggja í senn,
skynsamleg og háleit. Vér tökum ekki slíkum orðsendingum
gagnrýnilaust. Vér erum ekki skynsemdarlausir ofsatrúar-
menn, ekki dramóramenn. Vér vegum og metum andaorð-
sendingarnar með þeirri skynsemi, sem Guð hefir gefið
oss, og vér erum vakandi á verði fyrir því, að þessar orð-
sendingar geta litazt af hugarfari og skoðunum miðilsins,
sem þær koma fram hjá. En þótt vér höfum allt þetta ræki-
lega í huga, eru þessar orðsendingar svo sjálfum sér sam-
kvæmar, svo viturlegar og hálleitar, að vér hikum ekki við að
líta svo á, að þær geti gert eirs miklar kröfur til að teljast
vera til vor komnar fyrir guðlegan innblástur og hvað
annað, sem til mannanna hefir borizt á liðnum öldum.
Vér höfum margar ástæður fyrir því, að telja þessa
nýju vitneskju sannarlega yfirvenjulega, af ójarðneskum
uppruna. I fyrsta lagi vegna þess, að þeim hefir fvlgt
mikil rnergð af táknum og fyrirbrigðum, sem sannanlega
eru yfirvenjuleg. Mörg þeirra fyrirbrigða eru svonefnd
líkamleg fyrirbrigði, sem hafa verið rannsökuð og stað-
fest af tugum þúsunda skarpskyggnva rannsóknarmanna,
og hafa þeirra meðal verið margir frægir vísindamcnn.
Þess væri óskandi, að þeir, sem afneita þessum staðreynd-
um, vildu ómaka sig til að kynna sér vandlega sönnunar-
gögnin, áður en þeir endurtaka afneitun sína.
Mikið af sönnunargögnunum kemur einnig frá hinum svo
nefndu hugrænu fyrirbrigðum, sem ekki þurfa hið venju-
lega myrkur tilraunaherbergisins til þess að koma fram.
Mikill fjöldi af trúverðugum vottum staðhæfa, að þeir
hafi náð sambandi við vitsmunaverur, sem hafi fullkom-
lega sannað þeim, að þær séu sálir framliðinna, sem þeir
þekktu á jörðinni, en lifa ekki lengur þar. Það er ekki unnt,
að þegja í hel hið ótrúlega magn sannanna í þessum efnum,