Morgunn - 01.12.1945, Blaðsíða 67
M O R G U N N
145
myndin um, að maður eigi von á því að liggja í dvala um
alda skeið til efsta dóms? Er þetta ekki einnig skynsamlegra
en gamla hugmyndin um hina eilífu tilbeiðslu í himnaríki,
sem vér erum vitanlega á engan hátt hæf til að iðka enda-
laust, eða hugmyndin um hið eilífa helvíti, sem ekki á þó
að hreinsa sálina og þroska, heldur aðeins að þjóna mark-
miði refsingar Guðs? Og þó eru þetta hugmyndir um lífið
eftir dauðann, sem kynslóð eftir kynslóð hefir getað að-
hyllzt. Auk þess er þessi nýja heimspeki ekki fengin frá
löngu liðnum vottum, og ekki fengin úr ritum, sem aldrei
er hægt að þýða að nýju eftir frumheimildunum, án þess
að fjöldi af villum komi í ljós og- nýjar og nýjar grun-
semdir hljóti að vakna um falsanir og innskot. Þessi
heimspeki er fengin frá orðsendingum, sem eru komnar
beint til vor, orðsendingarnar eru studdar táknum og stór-
merkjum, sem sannanlega eru ekki af jarðneskum upp-
runa, og þær eru reistar á langt um háleitari siðgæðish.ug-
myndum en fornaidarhöfundarnir þekktu. Þessar háleitu
kenningar tjá sig vera komnar frá þroskuðum öndum,
sem hafa öðlazt vísdóm sinn á öðrum tilverusviðum, og
það er ástæða til að ætla, að svo sé, þegar haft er í huga,
hve innihald kenninganna er fagurt og göfugt. Þegar það
er staðhæft, að engar sannanir séu fyrir því, að þessar
kenningar séu af ójarðneskum uppruna, er því til að svara,
að slíkt hefir aldrei sannazt eins vel um nokkrar þær
kenningar fyrri alda, sem talið er, að innblásnar séu frá
öðrum heimi.
En hvað er að segja um hina nýju kenning og kristin-
dóminn? Það er Ijóst, að hún brýtur aldrei í bága við siða-
kenning Krists. Svo að ég segi mína eigin reynslu, lýsi
ég yfir því, að frá andaleiðtoga mínum, Pheneas, hefi ég
fengið háleitari hugmyndir um kenning og persónu Krists
en ég hefi fengið nokkursstaðar annarsstaðar frá. í þessum
orðsendingum eru hin þröngu sjónarmið ekki til. 1 þeim
finnst hvergi sú óhugnanlega hugmynd, að Guð styðji
nokkra eina flokksklíku mannkynsins á móti annari. Það er
10