Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Blaðsíða 22

Morgunn - 01.12.1945, Blaðsíða 22
100 MORGUNN innar eða einhver önnur, þegar hún kom inn í kirkjuna. Og þetta sýnist jafnvel ennþá dularfyllra og óskiljanlegra vegna þess. Mörg önnur dæmi gæti ég tilfært, en þau sýna nákvæm- lega hið sama, þó get ég ekki stillt mig um, að tilfæra dæmi úr eigin reynslu minni. Það var ekki. vottfest, enda eklci hægt að vottfesta það, með því .að ég var einn, þegar það kom fram. Þegar ég var í skóla, bjó ég nokkra vetur við Skólavörðustíg. Bekkjarbróðir minn, Magnús Thorlacius, bjó þá, eins og alla sína skólatíð, 1 húsi frænda síns, Magnúsar Benjamínssonar í Veltusundi. Eina nóttina dreymir mig, að ég sé að lesa í herbergi rnínu, en vanti bók, sem ég viti að Magnús eigi, og geng því af stað niður í Veltusund til hans. Þegar þeta var rak frú Margrét Zoéga veitingastofu í litlu húsi, sem byggt hafði verið á bruna- rústunum við Austurstræti, en hafði hakdyr út að Austur- velli. 1 veitingastofunni þótti stundum fremur sukksamt af drukknum mönnum. Þegar ég kem, í drauminum, að þessum bakdyrum, þykir mér koma út æði drukkinn maður, kallatil mín með nafni, segja mér nafn sitt og biðja mig um leið, að lána sér „fimmkall“. Lengri var draumur- inn ekki, en þegar ég vaknaði þótti mér hann kynlegur vegna þess, að ég kannaðist við, að hafa í æsku minni fyrir vestan heyrt þetta nafn, en manninn hafði ég aldrei séð mér vitanlega. Á næsta degi gerðist þessi atburður með ná- kvæmlega sama hætti og í drauminum, nema hvað mig minnir, að maðurinn hafi verið það nægjusamari í vökunni, að hann bæði mig þá aðeins um „túkall“. Þetta atvik hafði blátt áfram enga þýðing fyrir mig og ekki hefir fundum mínum borið saman við þenna mann utan einu sinni síðan þetta var og eru þó liðin um tuttugu ár síðan. Mér varð kynlega við, þegar maðurinn kallaði til mín á götunni.. Ég var þá í allt öðrum þönkum, en draumurinn rifjaðist sam- stundis upp fyrir mér, er ég sá manninn og hann nefndi nafn sitt. Ég var þarna að lifa upp aftur það, sem ég var búinn að lifa fyrr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.