Morgunn - 01.12.1945, Blaðsíða 56
134
M 0 R G U N N
mestu opinberun trúarlegra sanninda, sem nokkurn tíma
hefir verið veitt mönnunum.
Gefum því aðeins gaum, hvað hér er um að ræða, ef hin
sálræna þekking er sönn. Vér staðhæfum ekkert minna en
það, að vér höfum getað bi'otist yfir sjálf landamæri dauð-
ans, og að vér vitum, að þeir, sem áður fyrr lifðu hér á
jörðu, hafa ekki breytzt hvað skapgerðinni viðkemur, aðeins
lifi þeir, ef svo mætti að orði komast, á annari bylgjulengd
en áður, lifi í öðrum sveiflum, þannig að í stað þess, að
meðan þeir voru á jörðunni lifðu þeir í jarðneskum
líkama, sem hefir hægar sveiflur, lifi þeir nú í ljósvaka-
líkama, sem hefir svo örar sveiflur, að venjuleg líkamieg
sjón getur ekki skynjað þær, alveg á sama hátt og margt
í voru jarðneska umhverfi hefir svo örar sveiflur, að vér
skynjum það ekki. 1 ljósbandinu eru sannanlega til litir,
sem hafa svo örar sveiflur, að auga vort greinir þá ekki,
og einnig eru til tónar, sem eyra vort grípur eki, af sömu
ástæðum. Þessi dæmi eiga að nægja til þess að skýra, við
hvað ég á.
Vér höfum komizt að þeirri niðurstöðu, að þessir ljós-
vakalikamir séu ekki einhversstaðar í auðu rúminu, ein-
hversstaðar í auðum himingeiminum, en að hinn framliðni
maður, sem í þessum líkama lifir eftir andlátið, hverfi af
jörðunni inn í miklu margbrotnara, og oftast inn í miklu
þroskaðra mannfélag, þar sem hann hefir sínum ákveðnu
skyldum að gegna og fær að vinna störf, sem honum
henta bezt til þess að þroska til fullnustu þá hæfileika, sem
með honum búa, og veita honum heilbrigða lífsnautn.
Oss er einnig sagt, að í þessum heimi ráði bönd sannrar
samúðar og kærleika því, hverjir finnist þar aftur, eftir
að jarðlífinu er lokið, og hinu, hverjir ekki hittist aftur
þótt þeir hafi verið samvistum á jörðunni. Oss er sagt frá
hamingjuríku samlífi þar, þar sem allt ósamræmi ein-
staklinganna sé útilokað.
Þótt þetta væri allt og sumt, sem þekking vor hefir flutt
mannkyninu, væri það eitt stórkostlegt, geysilegt spor