Morgunn - 01.12.1945, Blaðsíða 24
102
MORGUNN
mitt.... Þú ert inni í Parísarborg og hún er umsetin af
óvininum .. .. Hvað er þetta, éger orðinn yfirforingi! Nei!
og ég á að deyja innan þriggja daga.“ Nú var eins og hann
vaknaði af dvala, sneri sér að mér og sagði: „Ég er að deyja,
deyja, en úr hverju?“
Hann horfði snöggvast á mig með fullu ráði og ég svar--
aði: „Já, gamli vinur, þú varst að deyja í umsátinni um
París og varst yfirforingi. Þetta er allt rétt.“
Hann fór nú aftur í hið einkenilega, dáleiðslukennda
• ástand og tók að tala: „Ég er að deyja, deyja í umsátinni
um París innan þriggja daga.“ Nú var eins og hann vakn-
aði þrisvar af dvalanum og síðan hélt hann áfram: „Ves-
lings konan mín, hún gengur með barn, sem ég mun aldrei
líta augum!“ Nú grét hann. „Nú, þú ert þarna, þú annast
barnið og hana. Hvað þú ert góður!“ 1-Iann var í sárri geðs-
hræring og hélt áfram að spá um ógnir, umsátur óvinarins
og hætturnar, sem ég mundi lenda í. Þá sneri hann sér að
mér og sagði: „Nú, þú hefir í hyggju að verða áfram í
París og taka að þér starf við læknaskólann. Nú sé ég þig
úti á landi, þú starfar að stjórnmálum, en samt gleymir þú
ekki konunni minni og börnunum. Ó, aumingja vinur minn,
hvað þú þjáist! Ég sé þig grátandi við rúm deyjandi konu,
sem þú elskar. Vertu hugrakkur, vertu hugrakkur, vinur
minn, þú kemst í gegn um erfiðleikana. Ó, hvað ég kenni >
brjósti um þig, veslings vinur minn.“ í meira en tvær
klukkustundir hélt Sonrel áfram að segja vini sínum fyrir
ókomna ævi hans, þegar hann var að segja frá vísinda-
starfi, sem hafa mundi mikla þýðingu fyrir líf hans a.llfc,
kallaði hann skyndilega upp:
„Ó, önnur hörmung yfir Frakkland. Guð minn góður,
landið mitt er glatað! Frakkland er sigrað!“ Hann grét
þögull í nokkrar mínutur. Þá hóf hann höfuð sitt, horfði
upp eins og han væri innblásinn og hrópaði: Ó, Frakkland
er frelsað! Frakkar halda til Rínar! Ó, Frakkland! Hjart-
kæra landið mitt sigrar! Drottning allra þjóða! Ljómann
af henni ber yfir allan heim“.