Morgunn - 01.12.1945, Blaðsíða 21
MORGUNN
99
Hér rætist alveg út í æsar forspá um mjög svo þýðingar-
lausan atburð, eins og það, að maður les bók við kertaljós
á köldu vetrarkvöldi. Möguleikarnir eru naumast einn á
móti milljón, að hér geti verið um ágizkun að ræða í ósjálf-
ráðu skriftinni. Er það hugsanlegt, að nokkur leggi sig
niður við það, að fara að gizka á svo þýðingarlítinn atburð
og finna jafnframt út, hvaða bók verður lesin, hvaða nöfn
koma fyrir, o. s. frv.. Hver mundi fara að gizka á Endur-
minningar Marmontels, sem mjög fáir lesa nú á tímum, og
einnig á það mjög ólíklega atriði, að bókin yrði lesin við
eitt kertaljós inni í miðri Parísarborg? Nei, hér er engin
ágizkun á ferðinni, heldur sjálfur leyndardómur forspár-
innar, sem við könnumst við af þúsundum annarra vott-
festra frásagna.
Mig langar til að nefna annað dæmi, eitt af mörgum, sem
sýna, að menn skynja hið ókomna í draumi. Það er raunar
ekki vottfest, en bæði var frúin, sem drauminn dreymdi,
alkunn fyrir áreiðanleik og svo sagði hún hann ýmsum,
þegar hann kom fram. Einhverjusinni dreymdi frú Ást-
hildi Thorsteinsson, að hún væri að búa sig til að fara
í guðsþjónustu hjá séra Haraldi Níelssyni. Henni þótti
þá koma til sín gestur, sem hún raunar mundi ekki morg-
uninn eftir hver var, og tefja sig svo, að messan var
byrjuð, þegar hún kom í kirkjuna, og var séra Haraldur
þá að lesa þessi orð úr Postulasögunni: „Silfur og gull á ég
ekki . . . . “ Næsti dagur var sunnudagur og messu-
dagur séra Haralds. Fór þá allt á sömu leið og í draum-
inum, að vegna gestakomu tafðist hún og kom svo seint
til kirkjunnar, að messa var byrjuð, en sem dyravörð-
urinn lauk upp fyrir henni hurðinni var séra Haraldur að
lesa þessi orð: „Silfur og gull á ég ekki...“ Hér er um
annað dæmi að ræða nákvæmrar skynjunar hins ókomna,
og einnig er hér um að ræða atburð, sem ekki getur talizt
þýðingarmikill á noklíurn hátt fyrir þann, sem hið ókomna
skynjar. Það sýnist hafa litlu máli skipt eða engu fyrir
frúna, hvort presturinn var að lesa þessi orð Ritningar-