Morgunn - 01.12.1945, Blaðsíða 11
M O R G U N N
89
árangri? Slík spurning væri yfirfljótanlegt efni íyrir
margfalt meira mál eða lengri ritgjörð, en ég hef hér
með höndum. Eg ber upp spurninguna til að benda að-
eins á eitt atriði, sem þó er ef til vill eitt hið þýðingar-
mesta. Þetta atriði er, að þrátt fyrir það að flest, líklega
öll, trúai’brögð játa trú á framhaldslíf eftir þetta, þá
sýna játendur þeirra með öllu athafnalífi sínu í heild,
að þeir gjöra ekki ráð fyrir, að neitt taki við ái 'eftiir.
Þeir kappkosta að eignast svo mikið, sem þeir geta, af
þessum sýnilega heimi og gæðurn hans, en gleyma því,
sem Galíleumaðurinn sagði, að það gagnar ekki að vinna
allan heiminn en bíða tjón á sálu sinni. Gáfaður, ungur
prestur segir í grein í Kirkjuritinu: Gjöra má ráð fyrir
því, „að allir kristnir menn séu sannfærðir um, að lífið
haldi áfram“. Eg undraðist satt að segja þessi orð, því
að ég hygg að hann hljóti að vita, að þetta er ekki rétt,
vér vitum það allir. Margir hafa sagt okkur það sjáifir,
og hinir þó fleiri, sem vér af ýmsum kennimei’kjum geium
ráðið það um. Hitt mun réttara, að þar er að finna að-
alþi’öskuldinn fyrir því, að kristindómurinn hefur enn
ekki náð fullkomnari áhrifaþroska eftir svo margar aklir
og þó svo mikið starf. Hugsurn oss, að það væri hverjum
manni ljóst, að hver athöfn hans, hver lífsstefna, sem hann
tekui’, og viðhoi’f t. d. gagnvai’t öðrum mönnum, sé und-
irbúningur undir eftii’komandi líf eða einhvern þátt úr
því, hvílík bi’eyting mundi þá vei’ða á öllu kristindóms-
yfii’bi’agði heimsins. Hversu miklu meiri tökum mundi
hann ná á flestum eða öllum sviðum mannlífsins, þar
sem hann nú á þeim flestum er að litlu metinn og þykir
lítið tillit þurfa til hans að taka í viðskiptum einstakiinga
og þjóða, nerna á yfirborði eða að yfirvai-pi, t. d. í stjórn-
málum eða alþjóðaviðskiptum, svo að jafnvel fjölda mann-
di’áp styi’jaldanna og níðingsverk á varnai’leysingjum eru
framin sem væri það löghelgar athafnir og kristlegar.
En þótt það væri rétt, að allir kristnir menn séu sann-
færðir um framhaldslíf, þá mundi það ekki nægja. Kristn-