Morgunn - 01.12.1945, Síða 22
100
MORGUNN
innar eða einhver önnur, þegar hún kom inn í kirkjuna. Og
þetta sýnist jafnvel ennþá dularfyllra og óskiljanlegra
vegna þess.
Mörg önnur dæmi gæti ég tilfært, en þau sýna nákvæm-
lega hið sama, þó get ég ekki stillt mig um, að tilfæra dæmi
úr eigin reynslu minni. Það var ekki. vottfest, enda eklci
hægt að vottfesta það, með því .að ég var einn, þegar það
kom fram. Þegar ég var í skóla, bjó ég nokkra vetur við
Skólavörðustíg. Bekkjarbróðir minn, Magnús Thorlacius,
bjó þá, eins og alla sína skólatíð, 1 húsi frænda síns,
Magnúsar Benjamínssonar í Veltusundi. Eina nóttina
dreymir mig, að ég sé að lesa í herbergi rnínu, en vanti bók,
sem ég viti að Magnús eigi, og geng því af stað niður í
Veltusund til hans. Þegar þeta var rak frú Margrét Zoéga
veitingastofu í litlu húsi, sem byggt hafði verið á bruna-
rústunum við Austurstræti, en hafði hakdyr út að Austur-
velli. 1 veitingastofunni þótti stundum fremur sukksamt
af drukknum mönnum. Þegar ég kem, í drauminum, að
þessum bakdyrum, þykir mér koma út æði drukkinn
maður, kallatil mín með nafni, segja mér nafn sitt og biðja
mig um leið, að lána sér „fimmkall“. Lengri var draumur-
inn ekki, en þegar ég vaknaði þótti mér hann kynlegur
vegna þess, að ég kannaðist við, að hafa í æsku minni fyrir
vestan heyrt þetta nafn, en manninn hafði ég aldrei séð mér
vitanlega. Á næsta degi gerðist þessi atburður með ná-
kvæmlega sama hætti og í drauminum, nema hvað mig
minnir, að maðurinn hafi verið það nægjusamari í vökunni,
að hann bæði mig þá aðeins um „túkall“. Þetta atvik hafði
blátt áfram enga þýðing fyrir mig og ekki hefir fundum
mínum borið saman við þenna mann utan einu sinni síðan
þetta var og eru þó liðin um tuttugu ár síðan. Mér varð
kynlega við, þegar maðurinn kallaði til mín á götunni.. Ég
var þá í allt öðrum þönkum, en draumurinn rifjaðist sam-
stundis upp fyrir mér, er ég sá manninn og hann nefndi
nafn sitt. Ég var þarna að lifa upp aftur það, sem ég var
búinn að lifa fyrr.