Morgunn - 01.12.1972, Page 6
HENDRIK WILLEM VAN LOON:
FÆÐING JESÚ
Maður er nefndur Hendrik Willem van Loon, fæddur Hollendingur, en
fluttist á unga aldri til Bandarikjanna. Ekki veit ég hvenær hann er fædd-
ur, en einhvers staðar nálægt aldamótunum mun það vera. Hann var fyrst
framan af blaðamaður i Bandaríkjunum og siðar háskólakennari, en þckkt-
astur er hann sem rithöfundur.
Ég hef lesið jirjár bækur eftir þennan höfund og hafn þær haft þau áhrif
á mig, að ég hef reynt að útvega mér frá útlöndum aðrar bækur hans, enn
sem komið er án árangurs, því þær virðast allar uppseldar. Af þeim sem ég
hef lesið vil ég fyrst nefna hók hans Tolerance, sem er saga umburðarlynd-
isins i heiminum. Hún er ýmsum Islendingum kunn, þvi hún kom út árið
1943 i þýðingu Nielsar heitins prófessors Dungals undir nafninu Frelsisbar-
átta mannsandans. Þá hefur van Loon skrifað skemmtilega og heillandi
mannkynssögu, sem hlaut frábærar viðtökur, bæði gagnrýnenda og lesenda.
Van Loon segir sögu mannkynsins með mjög persónulegum stíl, sem minnir
á Stefán Zweig og leggur megin áherzlu á menningarsögulega afsíöðu. Sú
bók er frábærlega gott og gáfulegt yfirlit yfir þetta efni, sem opnar lesanda
ótrúlega góða heildarsýn yfir ævintýri mannsins og haráttu hans.
Þá vil ég að lokum geta um bók hans The Story oj the Bible, þar sem
hann endursegir efni Bibliunnar með eigin athugasemdum og sömu frá-
sagnarsnilldinni. Hendrik van Loon prýðir allar bækur sínar með eigin
teikningum, sem eiga ríkan þátt i að skýra hugmyndir hans um efni það,
sem hann fjallar um. Þessi bók eykur mjög fróðleik lesandans um tilurð og
samhengi þess efnis, sem Biblian fjallar um og er vel til þess fallin að glæða
og endurvekja óhuga lesanda á Heilagri ritningu.
Sökum hreinskilni og hispursleysis van Loons, fellur hann óreiðanlega
ekki i geð þeim lesendum, sem harðfjölraðir eru gömlum kreddum og hafa
afsalað sér sjálfstæðri hugsun. En viðsýnum, fordómalausum mönnum opn-
ar hann nýja útsýn yfir gamalkunnugt efni. Bregður nýrri birtu inn i
myrkur fordómanna.
Hér á eftir fer dæmi um það með hverjum ha;tti Hendrik Willem van
Loon útskýrir það efni, sem hann fjallar um.
Þetta er í þýðingu minni upphaf 20. kaflans úr bók lians The Story oj
the Bible; ber hann heitið FœSing Jesá. Ritstj.