Morgunn - 01.12.1972, Qupperneq 40
118
MORGUNN
hefði við reynslu manna og athuganir, þekkingu þeirra og
skilning, er yfirleitt talið svo fávíslegt, að það er síður en svo
að neinum detti í hug vísindi í því sambandi.
Ekki fæ ég samt betur séð en að slíkt hafi kristin trúfræði
löngum iðkað, jafnvel fram á þenna dag, í heilabrotum sínum
og kenningum um Guð. Að visu er það hreinasta aukaatriði að
hugsa visindalega, eða réttar sagt heimspekilega, um Guð, —
en þó sjálfsagt mál í trúfræði eða heimspekilegri guðfræði að
halda sig algerlega innan vébanda rökréttrar hugsunar i þeirri
viðleitni. Auk þess hlýtur slík viðleitni, vilji hún nýta alla
möguleika til skilnings — en það væri óvísindalegt að gera
það ekki —, að neyta allrar þekkingar sem tiltæk er á hverjum
tíma og skipt getur máli við skýringu viðfangsefnisins, en ein-
skorða sig ekki við þau hjálpargögn og sjónarmið sem liðnar —
jafnvel löngu liðnar — kynslóðir, með margfalt þrengra sjón-
deildarhring, urðu að láta sér nægja. En slíka óþarfa og því,
heimskepilega skoðað, óleyfilega takmörkun skilst mér að flest-
ir kristnir trúfræðingar, seinni tima, hafi gert sér að góðu.
Hefð er gersamlega réttlaus í vísindalegri heimspekirannsókn.
I kenningum sínum um Guð hefur kristin trúfræði, að mér
skilst, í aðalatriðum haldið sig við hugmyndir seinni miðalda,
sem aftur voru í meginatriðum reistar á hugmyndum og hugs-
anagangi rómverskrar guðfræði.
Rómverska guðfræðin uppfyllti raunar á sínum tíma að
verulegu leyti, að mér skilst, þær meginkröfur um raunveru-
lega heimspekilega hugsun, sem, samkvæmt framansögðu,
verður að gera til trúfræðinnar. En heimspekileg sjónarmið
fornrómversku trúfræðinnar eru þó að sjálfsögðu gersamlega
úrelt vegna hinnar óskaplegu útfærslu á takmörkun almennrar
þekkingar, sem orðið hefur síðan — á hálfu-öðru árþúsundi og
þó einkum á okkar eigin öld.
Bæði hin fornrómversk-kristna trúfræði og lögmálsrit
Gamla-testamentisins styðjist, í kenningum sínum, við alvið-
urkennd viðhorf sinna tíma í réttarfari og viðskiptalífi (en
miðaldaguðfræðin bætti við ríkjandi sjónarmiði riddara-menn-
ingarinnar: ,,heiðrinum“). Og er þetta fullrar viðurkenningar