Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 28
28 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR E ftir að hafa varið sex árum í ritun ævisögu Gunnars Thoroddsen forsætisráð- herra, sem fyllir sex hundr- uð síður, er ekki laust við að Guðna Th. Jóhannes- syni fallist hendur þegar hann er beð- inn um að draga upp einfalda mynd af manninum í örfáum setningum. Hann að minnsta kosti dæsir og hugsar sig um. „Gunnar var sympatískur maður,“ segir hann. „Listamaður, hann hafði þennan listræna streng og hefði eflaust getað náð fram á því sviði og var til dæmis mjög músíkalskur. Hann vildi vel en var ekki gallalaus, frekar en við hin, og það var kannski það sem maður einsetti sér að gera; að draga upp mynd af Gunnari í heild sinni. Ekki búa til ein- hverja glansmynd, heldur reyna að sýna lesandanum hvernig hann var í sigrum jafnt sem ósigrum. Ég kynntist Gunnari aldrei, ég var barn að aldri þegar hann var á sínum endaspretti í stjórnmál- um og sínu lífi. Ég varð því að kynnast honum alveg frá byrjun þegar ég byrjaði á þessu verki.“ Dagbækurnar opnuðu nýja vídd Þegar Guðni var fenginn til verksins af fjölskyldu Gunnars 2004, var hann stað- ráðinn í að skrifa „massíva“ bók, eins og títt er í Bretlandi og Bandaríkjun- um þegar ævisögur eru skrifaðar. Fyr- irfram bjóst hann við að þurfa að byggja bókina nær alfarið á þingtíðindum, dag- blaðagreinum og viðtölum við þá sem þekktu Gunnar. „Þá hafði ég ekki hugmynd um að þegar ég færi inn í geymsluna í íbúð Völu heitinnar, ekkju Gunnars, myndu bíða mín heilu hillurnar af kössum með dagbókum, bréfum og minnisblöðum, þar sem Gunnar hafði skráð sínar innstu hugsanir, markmið, vonbrigði og breysk- leika. Þetta gerði að verkum að maður fékk miklu meiri innsýn í hugarheim mannsins en ég hafði búist við og verk- ið fékk nýja og dýpri vídd. Það er í sjálfu sér auðvelt að raða saman myndum úr pólitískum ferli einstaklings, þar sem eitt leiðir af öðru, en þessi nýja persónu- lega vídd gerði verkið miklu vandasam- ara en um leið miklu skemmtilegra.“ Dagbókina notaði Gunnar sér til sálu- hjálpar, til skipulags og síðast en ekki síst til að safna í sarpinn fyrir sjálfsævi- söguna sem hann ætlaði ávallt að rita en entist ekki aldur til. „Svo kemur einhver sagnfræðingur á eftir og fær aðgang að hans innri manni,“ segir Guðni. „Ef Gunnar hefði skrifað sína eigin ævisögu eins og hann sá hana fyrir sér held ég að hún hefði verið allt öðruvísi. Menn eru ekki dómarar í eigin sök og hann hefði ekki verið jafn gagnrýninn í sinni opin- beru ævisögu og hann var í dagbókun- um. Hann var miklu meiri stjórnmála- maður en svo. Slík ævisaga hefði líkst flestum ævisögum annarra stjórnmála- manna, þar sem tilgangurinn er að reisa bautastein um manninn. Gunnar hefur eflaust séð slíkt verk fyrir sér.“ Eina pressan kom frá mér sjálfum Guðni ákvað að draga ekkert undan við ritun bókarinnar og fjallar meðal ann- ars opinskátt um áfengisvanda Gunn- ars og fyrirgreiðslupólitíkina sem hann tók virkan þátt í. Hann segir að bless- unarlega hafi hvorki fjölskylda Gunn- ars né útgefandinn sett honum neinar skorður. „Það var frekar að ég hafði sjálfur áhyggjur af því að ganga of nærri sögu- persónunni og valda sárindum. En sú pressa kom alfarið frá sjálfum mér, ekki ættingjunum. Mér finnst þeirra afstaða hafa verið aðdáunarverð því auðvitað hefði verið hægur leikur að ráða ein- hvern til svona verks með ákveðnum skilyrðum um efnistök, yfirlestur og kröfu um leiðréttingar, sem eflaust ger- ist. En því var ekki að heilsa þarna. Ég held líka að minningu Gunnars sé meiri sómi sýndur með því að sýna hann í öllu sínu veldi, í andbyr jafnt sem mótbyr. Allt annað hættir að verða trúverðugt.“ Hann segir að þrátt fyrir eigin áhyggj- ur af umgengni við sögupersónuna, hafi engum bitastæðum atriðum úr lífi Gunn- ars verið haldið utan bókarinnar. „Nei, alls ekki. En það var heldur Ég held að það sé bráð- nauðsynlegt núna, þegar þjóðin er í þessu mikla uppgjöri eft- ir hrun, að líta lengra til baka en til allra síðustu ára. Engin eftirsjá að þessu spillta kerfi Í nýútkominni ævisögu Gunnars Thoroddsen dregur Guðni Th. Jóhannesson upp mynd af metnaðarfullum en breyskum stjórnmálamanni sem vildi vel en tilheyrði spilltu stjórnmálakerfi. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við Guðna um Gunnar, samtíma- sögu Íslands og spillinguna, uppsögnina við Háskólann í Reykjavík og bókina sem hann skrifaði í óþökk Kára Stefánssonar. ekki tilgangurinn að reyna að búa til einhverja „sensasjón“. Lýsing á breysk- leika manna á að mínu mati bara erindi í ævisögu þeirra ef hennar er þörf til að skilja karakterinn.“ Guðni bætir við að ævisöguritarar eigi heldur ekki að taka að sér verk ef þeir hafa andúð á söguhetjunni. „Það þýðir ekki að skrifa ævisögu um einhvern sem manni er beilínis illa við. Maður verður að hafa samúð og í tilfelli Gunnars var það auðvelt. Eftir því sem ég kynntist manninum betur því betur kunni ég við hann. En að sama skapi hafði ég ávallt þann fyrirvara að vera krítískur. Það er enginn fengur að því að skrifa 600 síðna minningargrein. Honum væri enginn sómi sýndur með því, les- endur væru sviknir og sjálfur væri maður alltaf óánægður með slíka bók.“ Ekki dauðasynd að kljúfa flokk Þrátt fyrir hálfrar aldar langan feril í stjórnmálum er Gunnars Thoroddsen helst minnst sem mannsins sem klauf Sjálfstæðisflokkinn. Það fyrirgáfu margir seint, sumir aldrei. „Ég man vel eftir fundi fyrir nokkr- um árum þegar þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins reis upp og sagði með nokkrum þjósti: „það sem Gunnar gerði er geymt en ekki gleymt.“ Þá var liðinn aldarfjórðungur frá því að Gunnar myndaði sína ríkisstjórn. En sem betur fer færðist ró yfir sviðið og menn sjá að þetta er „afstæður leikur“ svo ég vitni í Matthías Johannessen. Þegar öldurn- ar lægir sjá menn að það sem þeir voru vissir um í hita leiksins var kannski ekki hin eina rétta skoðun. Ég held að það sé sérstaklega mikil- vægt í ljósi hrunsins og þeirrar endur- skoðunar sem þarf að eiga sér stað, að fólk geri sér grein fyrir að það er engin dauðasynd að kljúfa stjórnmálaflokk. Sagan á bakvið stjórnarmyndun Gunn- ars Thoroddsen er miklu flóknari en svo að það sé hægt að lýsa henni með orðun- um „Gunnar sveik,“ eða „Gunnar klauf,“ sem var gryfja sem til dæmis Morgun- blaðið komst seint og illa upp úr. En það má heldur ekki gleyma því að eftir að Gunnar myndaði sína ríkisstjórn fór mikil hrifningaralda yfir landið; það var útbreidd ánægja með það, jafnvel innan Sjálfstæðisflokksins þar sem margir töldu hann hafa sýnt áræði og þor sem forystuna skorti.“ Fyrirmynd að nýju samfélagi ekki að finna í áratugunum eftir stríð Í bókinni er veitt innsýn í spillingu og fyrirgreiðslupólitíkinni sem var ríkjandi á Íslandi áratugum saman lýst. Guðni segir að vissulega hafi Gunnar verið partur af því kerfi. „Gunnar var áhrifamaður í íslensk- um stjórnmálum í hálfa öld og saga hans er öðrum þræði stjórnmálasaga Íslands á því tímabili. Á þessum tíma er við lýði kerfi þar sem flokksræðið er geysisterkt. Efnahagurinn var bundinn í viðjar alls kyns hafta og fyrirgreiðslu og menn í áhrifastöðu í stjórnmálum voru handhafar mikils valds. Þetta sýndi sig í því að flokkarnir hygluðu sínum mönn- um og það var beinlínis ætlast til þess. Stjórnmálamenn fengu ábendingar um að þessi ágæti flokksmaður væri að leita að íbúð eða þennan vantaði vinnu og greiddu götu þeirra. Það má auðvit- að ekki mála þetta tímabil of svörtum litum, velmegun jókst jú yfir heildina, en til að verða sér úti um lán til að geta byggt sér stærra húsnæði, svo dæmi sé tekið, þurftu menn að tala við banka- stjóra í réttum flokki. Svona virkaði þetta bara. Gunnar var hvorki betri né verri en aðrir stjórnmálmenn að þessu leyti; hann var hluti af þessu kerfi og stórt tannhjól í því lengi vel. Ég held að það sé bráðnauðsynlegt núna, þegar þjóðin er í þessu mikla upp- gjöri eftir hrun, að líta lengra til baka en til allra síðustu ára. Ef markmiðið er – sem það hlýtur að vera – að búa til betra samfélag en þetta ofboðslega neyslu- og gróðasamfélag sem var hér síðustu árin fyrir hrun, þá er ekki góða fyrirmynd að finna í áratugunum eftir stríð og fram til hruns. Mönnum hættir stundum til að sjá þau ár í einhverjum ljóma en þetta var samfélag þar sem flokkarnir og stjórn- málamennirnir réðu alltof miklu og fyr- irgreiðslupólitíkin var allsráðandi. Það er engin eftirsjá að þessu spillta kerfi og margt sem á eftir að koma í ljós ef við berum gæfu til að gefa þessari sögu betri gaum og kafa dýpra ofan í hana.“ Vil skrifa fyrir almenning Guðni hefur á undanförnum árum skrif- að nokkrar bækur um íslenska samtíma- sögu, sem vakið hafa mikla athygli, til dæmis um þorskastríð og landhelgis mál, þróun forsetaembættisins og áhrif þess á stjórnarmyndanir, hlerunarmál og í fyrra gaf hann út yfirlitsrit um efna- hagshrunið. Hann er einnig meira áberandi en margir kollegar hans úr fræðaheiminum í þjóðmálaumræðunni, skrifar greinar í blöðin og er fjölmiðl- um oft innan handar í álitamálum líð- andi stundar. Guðni segist fyrst og fremst njóta þess að skrifa bækur fyrir almenning. „Mér finnst gaman að skrifa bækur sem – og ég veit ég á ekki að nota þennan frasa – „venjulegt“ fólk vill lesa; bækur sem leigubílstjórinn sem er að bíða eftir næsta kúnna grípur í, sem fólk nennir að taka með sér í sumarbústaðinn eða kaup- ir á leiðinni út í flugvél. Ég vil ekki bara skrifa fyrir aðra sagnfræðinga, þó ekki væri nema vegna þess að þá væri maður ekki að skrifa fyrir nema um 200 manns. Einhver sagnfræðingur sagði: fræði- greinar eru skrifaðar, bækur lesnar. En að því sögðu, þá verður að vera ákveð- in vídd í fræðafagi eins og sagnfræði. Þú verður að hafa sagnfræðinga sem leggja mestan metnað í að skrifa fyrir hinn þrönga hóp fræðimanna og stunda rannsóknir inn á við. En það þarf líka sagnfræðinga sem stefna frekar að því að kynna fræðin almenningi og það vill bara þannig til að ég hef meira gaman af því að skrifa fyrir almenning. Hvað greinaskrif í blöðin áhærir og að koma fram í fjölmiðlum og þess hátt- ar, þá er það persónuleg skoðun mín að hlutverk sagnfræðings, eða hvers þess sem vinnur í hinu akademíska umhverfi, sé meðal annars að gera sitt besta til að hlýða kalli fjölmiðlafólks þegar það leit- ar að upplýsingum. Mér finnst sjálfsagt að verða við því. Hlutverk okkar sem störfum í fræðasamfélaginu er ekki bara að stunda okkar fræði, heldur líka að miðla þeim. Stundum gætir þeirrar tilhneigingar hjá fræðimönnum að telja þetta fyrir neðan sína virðingu; sumir mikla þetta fyrir sér og telja sig ekki geta svarað tiltekinni spurningu nema þeir geti íhugað hana í heilan eða hálf- an dag. En menn verða auðvitað líka að fá ráðrúm til að íhuga það sem er verið að spyrja um. Gallinn á dægurmálaum- ræðunni er hraðinn og ég get svo sem GUÐNI TH. JÓHANNESSON Eftir því sem ég kynntist manninum betur því betur kunni ég við hann. En að sama skapi hafði ég ávallt þann fyrirvara að vera krítískur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRAMHALD Á SÍÐU 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.